Kosningar í stjórn ungmennaráðs Barnaheilla, áhersla á að fá fólk inn sem er virkt frekar en að manna allar stöður

40565397_1958037487596824_7099757987429875712_n.jpg

Aðalfundur ungmennaráðs Barnaheilla verður haldinn þriðjudaginn 4. september. Ungmennaráðið hefur til dæmis verið virkt í baráttunni fyrir hönd barna á flótta og meðlimir leggja sitt af mörkum til að vernda réttindi barnanna og hjálpa þeim að aðlagast samfélaginu. Til dæmis heldur ungmennaráðið vinakvöld þar sem farið er og gert eitthvað skemmtilegt með flóttamannabörnum og öðrum nýbúum landsins.

Ungmennaráð Barnaheilla er hluti af Norðurlandasamstarfi sambærilegra ráða, og er í samstarfi við ungmennaráð UNICEF á Íslandi og ráðgjafahópi umboðsmanns barna.

Á aðalfundinum verður kosið í stjórn ráðsins, en hingað til hefur stjórnin talið í kringum fimm manns. Kosið verður í formann, varaformann, ritara og gjaldkera, en Herdís Ágústa Kristjánsdóttir Linnet sem hefur verið meðlimur stjórnarinnar undanfarin ár segir að ráðið leggi fyrst og fremst áherslu á að fá fólk inn sem er virkt í starfinu frekar en að manna allar stöður og hafa óvirka stjórnarmeðlimi.

Aðalfundurinn hefst klukkan 18.00 á þriðjudaginn og er haldinn á Háaleitisbraut 13. Frekari upplýsingar um aðalfundinn og ungmennaráð Barnaheilla má finna hér.

Sólrún Freyja Sen skrifaði

Mest lesið

Aðrar fréttir

Sólrún Sen