Andri BG, óhaggandi vinnufíkill

40929068_1944245545875282_227642453623046144_n.jpg

Andri Bachmann Gissurarson eða Andri BG er nýr og upprennandi rappari frá Akranesi. Hann var að gefa út sýna fyrstu smáskífu  sem ber titilinn Vinnufíkill.

Andri hefur verið að fikta við að rappa frá því hann byrjaði fyrst að hlusta á Hip-Hop tónlist ungur að aldri. ,,Ég flutti fyrsta rapplagið þegar ég var níu ára, flutningurinn var örugglega hræðilegur en það hefur verið draumurinn minn lengi að rappa.”

Hann byrjaði að ,,frístæla” af alvöru í kringum 15 ára aldur og byrjaði að taka upp stuttu eftir það. Þrátt fyrir að upptökurnar voru aðeins á síma og lítið fjármagn til framleiðslu væri til staðar þá var Andri alltaf að vinna í þessu.

Þegar hann var 17 ára gamall gaf hann út sitt fyrsta lag og tók það upp með bandaríska tónlistarmanninum Main Diddy og fékk það rúm 3000 áhorf. ,,Eftir að hafa gert 20 lög á ensku kom tímabil þar sem ég hélt að þetta væri ekki að fara að verða að veruleika og eyddi þeim öllum”. Þrátt fyrir að hafa eytt lögunum þá sat ennþá draumurinn eftir í Andra og hélt hann alltaf áfram að semja texta og kaupa takta frá ýmsum taktasmiðum.

,,Þetta er bara það skemmtilegasta sem ég geri.”

Eftir að hafa leikið sér með hugmyndina að gera rapp lag í  Dubstep stíl þá byrjaði hann að leita sér að töktum. ,,Lagið Leika er fyrsta lagið sem ég gerði á íslensku og ég kom sjálfum mér á óvart, mér hafði ekki gengið vel að skrifa á íslensku áður”.

Eftir að hann byrjaði að fikta við íslenska textasmíð þá má segja að boltinn hafi byrjað að rúlla. Þegar lagið var komið með 2000 áhorf á Spotify þá sló Andri til og gerði tónlistarmyndband sem hann vann að með Aron Má Stefánssyni, einnig þekktur sem Midnight Mar.

40967361_284828335455895_3748238278709477376_n.jpg

,,Þótt þetta gengur ekkert rosalega hratt þá held ég samt áfram og mig langar ekki að gefast upp.”

Textarnir sem hann er að semja endurspegla virkilega manneskjuna og má þar helst benda á lagið 24/7 og titilinn á sjálfri smáskífunni hans, Vinnufíkill. Í laginu 24/7 minnist Andri þeirra tíma sem hann eyddi í vaktavinnu og var svo að vinna í tónlistinni þegar hann kom heim. ,,Ég var bara 24/7 í vinnu sama hvað það var, ég elska að mæta í vinnu og ég elska að vera í vinnu, mér finnst það frábær tilfinning.”

Nafnið á skífunni á vel við þar sem menn á borð við Andra sýna fram á það að allt er mögulegt ef að maður leggur vinnuna og tímann í það sem manni langar að gera.

Kristján Ernir Björgvinsson skrifaðiHér er hægt að hlusta á plötu Andra BG í heild sinni

Vinsælast

Aðrar fréttir

Sólrún Sen