Edda, Chase og Helmuth með nýtt lag

Kolbrún Edda Jensen Björnsdóttir, mynd úr einkasafni

Kolbrún Edda Jensen Björnsdóttir, mynd úr einkasafni

Snemma þessa árs kom ný tónlistarkona fram á sjónarsviðið, en það er Kolbrún Edda Jensen Björnsdóttir kölluð Edda, sem gaf út plötuna All Night. Nú er Edda búin að gefa út nýtt lag í samstarfi við Chase Anthony, og Helmuth Þór Ólafsson sem var að gefa út sitt fyrsta lag. Dagur Snær Elísson vann með Eddu að fyrstu plötunni hennar og framleiddi nýja lagið sem heitir Ung og frjáls.

,,Helmuth er bara rétt að byrja en hann stefnir á að gefa út fleiri lög á næstunni. Við erum að vinna í öðru lagi saman ásamt Bangsa, það lag kemur út á næstu vikum.”

Edda segir að upprunalega ætluðu hún og Chase að vera tvö saman að semja og gefa út lagið, en það hafi gengið of hægt. ,,Það var ekkert að gerast, það er sumarfílingur í því þannig ég og Dagur vildum drífa lagið út.”

Helmuth Þór Ólafsson, mynd úr einkasafni

Helmuth Þór Ólafsson, mynd úr einkasafni

Chase syngur í viðlaginu og samdi stóran hluta af textanum af laginu, en Edda og Dagur ákváðu að fá Helmuth inn til að klára lagið. ,,Þá breyttum við líka textanum aðeins svo það hentaði Helmuth betur. Hann stendur sig ótrúlega vel og við erum mjög ánægð með lagið. Það var virkilega gaman að vinna með honum, hann er rosalega jákvæður og til í þetta þannig ég er spennt að halda áfram að gera tónlist með honum.”

Edda var dugleg að koma fram og spila í sumar og ætlar sér að halda áfram að koma fram í haust. ,,Annars eigum við bara eftir að sjá hvernig viðtökurnar verða við Ung og frjáls.”

Sólrún Freyja Sen skrifaði

Hér er lagið Ung og frjálsVinsælast

Aðrar fréttir

Sólrún Sen