Málverkabrenna á bílastæði LHÍ, viðtal við Aron Bjarklind

Sólrún Freyja Sen skrifar:

Aron Bjarklind er ungur listamaður sem ákvað núna um daginn að brenna öll málverkin sín. Brennan var haldin á bílastæði Listaháskólans við Laugarnesveg í gær, og samanstóð eldiviðurinn af um þrjátíu málverkum Arons.

Topp 5

Hann segir að hann hafi eitt um 420 klukkustundum í það að búa til eldiviðinn. Maður spyr sig afhverju maður myndi eyða svo miklum tíma í eitthvað sem að þú ætlar svo að kveikja í?

Aron segir mér að ástæðan hafi verið sú að hann var hreinlega ekki ánægður með þessi málverk.

“Ég var að setja saman í portfolio og þurfti að velja verk til þess að sýna. Ég komst að því að ég fílaði ekki neitt sem ég er búinn að gera. Ég bara tengist því ekkert tilfinningalega og veit ekki alveg hvað ég var að gera. Langaði bara að brenna þetta.”

Aron segir að hann sjái ekki eftir að hafa kveikt í verkunum, hann segir að hann hafi ákveðið að kveikja í þeim því að hann þurfti nýtt upphaf til að geta málað fleiri verk. Vonum að einhver þeirra fái að lifa.

20180227_181826.jpg
Sólrún Sen