Atari eftir Rari Boys kominn út!

Kristján Ernir Björgvinsson skrifar:

29138498_222892105116724_2044112230_n.jpg

Hipp-Hopp bandið Rari Boys sem valdið hefur vaxandi usla innan íslensku rapp senunnar hér á landi, voru að gefa út sína fyrstu plötu núna í gær og er hún kominn á tónlistarveituna Spotify. Það er augljóst að strákarnir hafa valið gæði framyfir magn þar sem að aðeins sjö lög eru á plötunni og tekur 17 mínútur að spila hana í gegn.

Þrátt fyrir að platan sé stutt er ekki hægt að segja að hún sé einhæf. Á plötunni ná Rari Boys að handsama klassísk þemu úr algengum trap textum og töktum, og setja sinn eiginn nýmóðins “Soundcloud rappara” snúning á þá. Það ætti ekki að fara framhjá neinum að þetta er fjölhæft band sem hefur uppá fullt að bjóða og á vonandi eftir að breyta íslensku “Trappi” til frambúðar.

28908158_222892108450057_1834807458_n.jpg
Sólrún Sen