PEPSI MAX® STAÐFESTIR ÁST SÍNA Á FÓTBOLTA MEÐ NÝRRI HERFERÐ Á HEIMSVÍSU

alþjóðleg fréttatilkynning frá Pepsi Max:

– Skærustu stjörnurnar mætast í æsilegum götubolta í nýrri alþjóðlegri sjónvarpsauglýsingu–

– Persónuleg saga bestu leikmanna heims sögð í ljósmyndum og hönnun frá heimalandi hvers og eins – þar á meðal saga Lionel Messi, sem lengi hefur verið sérlegur sendiherra Pepsi MAX –

Mest lesið

Reykjavik, 22. mars, 2018 – #LOVEITLIVEIT –

Í gegnum söguna hefur Pepsi MAX® tekið þátt í ánægjustundum hverrar kynslóðar og skapað svo góðar tengingar milli fólks og skemmtana að drykkurinn hefur eignast sinn eigin sess í dægurmenningunni. Og nú þegar fótboltinn á hug og hjörtu svo margra, kynnir Pepsi MAX nýja herferð á heimsvísu sem heitir á ensku: LOVE IT. LIVE IT. FOOTBALL. Herferðin sýnir okkur ekki aðeins áhugaverðar sögur af helstu stjörnunum í boltanum heldur líka óvæntar fótbolta-uppákomur og upplifanir svo það verður af nægu að taka þegar kemur að því að lifa og elska boltann með Pepsi MAX á þessu mikla fótboltaári.

„Það stefnir allt í að þetta verði flottasta fótboltaherferð allra tíma“, segir Sigríður Rakel Ólafsdóttir, markaðsstjóri Pepsi MAX á Íslandi. „Það er svo gaman að geta sýnt svona  óvæntar hliðar á þessum fótboltastjörnum – og svo erum við auðvitað gríðarlega stolt af því að Gylfi Sigurðsson hafi verið valinn til að vera með í veislunni.“

“LOVE IT. LIVE IT. FOOTBALL.” er alhliða auglýsingaherferð sem tengir listaheiminn og íþróttaheiminn saman til að sýna hversu falleg og skemmtileg íþrótt fótboltinn er - innan sem utan vallar. Helstu stjörnurnar sem taka þátt í  herferðinni eru:

 • Lionel Messi: Fimm sinnum valinn besti leikmaður ársins. Fjórfaldur sigurvegari í Meistaradeild Evrópu.

 • Marcelo: Brasilíski varnarjaxlinn sem vann Meistaradeild Evrópu tvö ár í röð.

 • Toni Kroos: Heimsmeistari með Þjóðverjum og hefur þrisvar unnið Meistaradeild Evrópu.

 • Carli Lloyd: Heimsmeistari kvenna með landsliðið Bandaríkjanna og tvisvar valin besti leikmaður ársins.

 • Dele Alli: Helsta vonarstjarna enska landsliðsins, tvisvar valinn besti ungi leikmaðurinn.

 • Gylfi Sigurðsson: Burðarásinn í íslenska landsliðinu sem sló í gegn á EM 2016.

Hönnunin og útfærslan á herferðinni bindur saman alla snertifleti Pepsi vörumerkisins, allt frá sérmerktum flöskum í takmörkuðu magni og grípandi listrænum umhverfismerkingum að stafrænu efni sem stoppar alla snjallsíma-þumalputtana og stjörnum prýddri sjónvarpsauglýsingu sem á eftir að gera allt vitlaust á meira en 60 markaðssvæðum um allan heim.

Sjónvarpsauglýsingin sem hittir í mark

Í tengslum við samstarf Pepsi við Meistarardeild Evrópu verður Love it. Live it. sjónvarpsauglýsingin sett í loftið. Í auglýsingunni sjáum við fimm af bestu leikmönnum heims í spennandi götubolta með venjulegum fótboltaunnendum og boltum sem eru fullir af málningu. Stjörnulið Pepsi, þeir Leo Messi, Marcelo, Toni Kroos, Carli Lloyd og Dele Alli sýna listir sínar í æsispennandi kapphlaupi við paint-ball kúlur sem koma úr öllum áttum. Orkan og fjörið nær svo hámarki þegar mannfjöldinn hrífst með og hvetur leikmennina áfram við taktfasta tóna lagsins “Light it Up" með Major Lazer.

Þegar veggir, gluggar og vegfarendur eru orðnir útataðir í málningu kemur Pepsi MAX til sögunnar með óvænt endalok og boð um að upplifa leikinn sem allir elska á nýjan hátt.   

Listin á bak við boltann

Pepsi fékk hinn heimsþekkta ljósmyndara Danny Clinch til að fanga helstu einkenni hvers leikmanns í áleitnum svart-hvítum myndum sem draga til dæmis fram hina óstöðvandi töfra Leo Messi og kraftmikinn leikstíl Marcelo svo dæmi séu nefnd.

Ljósmyndir Clinch – sem draga fram kjarkinn, karakterinn og lífsþróttinn í hverjum liðsmanni Pepsi Max – eru svo notaðar sem grunnur fyrir persónulega listræna útfærslu listamanna frá heimalandi hvers leikmanns. Diego Jimenez (aka DIYE) (Argentína), Bicicleta Sem Freio (Brasilía), Dennis Schuster (aka DXTR) (Þýskaland), Kim Sielbeck (Bandaríkin) og Iain Macarthur (Bretland) hönnuðu hvert sína grafíska útfærsluna á sögu þeirra leikmanns.
 

2018 Pepsi Roster_TM CANS.JPG
 • Messi x Danny Clinch x DIYE: DIYE setti fram myndlíkingu: Ljónið, til að tákna Messi innan sem utan vallar: öskrandi leikstjórnandi og óskoraður konungur knattspyrnuvallarins.

 • Marcelo x Danny Clinch x Bicicleta: Orkan og áhrifin í þessu myndverki standa fyrir hjarta og sál Marcelo auk þess sem ýmis smáatriði endurspegla áhugamál leikmannsins, heimaborg og tengslum við fjölskylduna og fótboltann.

 • Kroos x Danny Clinch x DXTR: Glettnar teikningar undirstrika Kroos sem „maestro“: Netta leiðtogann á vellinum sem heldur í alla þræði með einstökum hæfileikum.

 • Lloyd x Danny Clinch x Kim Sielbeck: Við sjáum báðar hliðarnar á Lloyd: Innan og utan vallar, hún er ágeng og óstöðvandi, en geislar samt af ímynd hógværð - sem teiknarinn Sielbeck dregur fram með blöndu af föstum og líflegum formum sem mynda líflegt landslag flókinna tilfinninga og dýptar sem er drifið áfram af einstökum sigurvilja.

 • Dele x Danny Clinch x Iain: Tískuvitund Dele er brunnurinn sem munstrin og formin eru sótt í til að skapa hreyfingu þar sem allt virðist flæða til leikmannsins til að undirstrika uppátækjasemi hans og djarfan persónuleika og leikstíl.

 • Gylfi Sigurðsson x Siggi Eggertsson: Grafíkin er innblásin af eldfjöllum og jöklum Íslands og undirstrika hæfileika Gylfa til að bræða varnarmenn andstæðinganna og skilja markverði eftir frosna á línunni.

Football2018_GylfiSigurðsson_KV7_BF-siggi.jpg

Pepsi Max mun á árinu kynna ýmiss konar efni sem kemur á óvart og vekur athygli í tengslum við fótboltann. Þar á meðal verða:

 • Persónulegt spjall við leikmenn  

 • Efni frá fjölmiðlafyrirtækinu COPA90, sem er sérsniðið fyrir knattspyrnuunnendur.

 • Leiki og efni sem tengist úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

 

Nánari upplýsingar:

Sigríður Rakel Ólafsdóttir, vörumerkjastjóri Pepsi, í síma 412 8000 (sigridur.rakel.olafsdottir@olgerdin.is)

Um PepsiCo

PepsiCo vörur gleðja neytendur oftar en þúsund milljón sinnum á hverjum degi – í meira en 200 löndum heimsins. Nettótekjur PepsiCo námu um 63 milljörðum dollara árið 2016, einkum af matar- og drykkjarvörum, þ.á.m. frá Frito-Lay, Gatorade, Pepsi-Cola, Quaker og Tropicana. Vörur PepsiCo spanna vítt svið matar og drykkjar, þar á meðal eru 22 vörumerki sem seljast fyrir meira einn milljarð dollara á ári.

Megingildi PepsiCo er árangur með markmið – okkar bjargfasta trú að árangur fyrirtæksins tengist sjálfbærni á heimsvísu. Með því að hafa vörurnar sem við framleiðum og seljum í stöðugri þróun, starfa á ábyrgan hátt til að vernda jörðina okkar og efla fólk um allan heim til dáða mun PepsiCo áfram skila árangri um allan heim, bæði fyrir samfélagið og hluthafana. Nánari upplýsingar á heimasíðu okkar

www.pepsico.com.

Sólrún Sen