bagdad brothers meðal drusla á Yung Sluts

Annað kvöld verða tónleikarnir Yung Sluts haldnir í Hinu Húsinu. Þar munu Daði Freyr, GRÓA, Ari Hallgríms og bagdad brothers spila í tilefni Druslugöngunnar sem verður haldin næstkomandi laugardag.
Við ræddum við bagdad brothers sem eru meðal fjölmargra drusla heimsins. ,,Við verðum bara tveir með gítarana okkar. Pælingin var að hafa þetta bara rólegt og þægilegt svo vonandi kemst það jafnvel enn betur til skila sem við erum að tala um í lögunum.
Við ætlum að spila eitthvað nýtt efni og það verður líklega eitthvað af dapurlegum ástarlögum, þó þemun í textunum okkar séu eiginlega bara allskonar,”

bagdad.jpg

bagdad brothers segja druslugönguna vera frábært framtak. ,,Það er búið að bera merkilegt að fylgjast með henni síðustu ár því hún er búin að stækka svo mikið á hverju ári. Það er merkilegt hvað hún hefur haft mikil áhrif á alla umræðu í samfélaginu, en slík vitundarvakning verður svo áþreifanleg í eins litlu samfélagi og okkar. Það bætist alltaf í hópinn og sérstaklega ungt fólk.”

Yung Sluts tónleikarnir eru skipulagðir af fólki sem er á grunnskóla- og menntaskólaaldri. ,,Þannig þetta er aðeins yngri hópur sem sér um þá tónleika,” en það hafa ekki allir aldur til að mæta á Peppkvöldið á Húrra sem er líka á miðvikudaginn næstkomandi. ,,Þess vegna er alveg frábært að það sé verið að opna fyrir það að yngra fólk geti tekið þátt í umræðunni í kringum Druslugönguna og verið druslur,” en það verða líka haldnir fræðslufundir í Hinu Húsinu í vikunni, sá fyrsti í kvöld og næstu tveir á fimmtudag og föstudag í þessari viku. Fræðslufundirnir munu fjalla um hvernig samfélagið getur spornað við kynferðisofbeldi og nauðgunarmenningu.

bagdad brothers ætla sér að mæta í Druslugönguna, en þeir verða svo að spila um kvöldið á Húrra með hljómsveitinni BSÍ og Stirni, þannig þeir sem ætla sér ekki beint heim að sofa geta mætt þangað.

Hægt er að fylgjast með bagdad brothers á Instagram síðu þeirra og á Spotify

Sólrún Freyja Sen skrifaði

 

Vinsælast

Aðrar fréttir

Sólrún Sen