Hátt brottfall erlendra nemenda úr framhaldsskólum

Merki Sambands íslenskra framhaldsskólanema

Merki Sambands íslenskra framhaldsskólanema

Um helgina stendur Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) fyrir verkefninu Menningarþræðir. Þetta kemur fram í tilkynningu SÍF um verkefnið. Hverjum framhaldsskólalandsins fékk að tilnefna tvo fulltrúa nemenda og hvatt var til þess að annar væri af erlendum uppruna. Tilgangurinn með verkefninu er nefninlega sá að tengja saman nýbúa í framhaldsskólum við innlenda.

,,Yfir helgina munu nemendur læra um og ræða stöðu innflytjenda og flóttamanna í framhaldsskólum.”

Bráðum verða myndbönd á vegum SÍF birt þar sem rætt er við framhaldsskólanemendur af erlendum uppruna um upplifun þeirra og reynslu af skólakerfinu á Íslandi.  ,,Ljóst er að margt má betur fara,” en það kemur einnig fram í tilkynningunni að það sé hátt brottfall erlendra nemenda úr framhaldsskólum samkvæmt tölum Hagstofum, og það þarf að bregðast við því.

Sólrún Freyja Sen skrifaði

Hér má lesa tilkynningu SÍF í heild sinni:

Um helgina stendur Samband íslenskra framhaldsskólanema fyrir verkefninu Menningarþræðir (e.Culture Threads) í félagsheimilinu Hvammstanga. Hverjum framhaldsskóla landsins var boðið að tilnefna tvo fulltrúa nemenda og var hvatt til þess að annar þeirra væri af erlendum uppruna þar sem því væri við komið. Yfir helgina munu nemendur læra um og ræða stöðu innflytjenda og flóttamanna í framhaldsskólum. Þátttakendur munu fræðast um hugtökin, rýna í stöðuna í sínum skóla/nærsamfélagi og upphugsa leiðir um hvernig væri hægt að gera betur. Þá munu þeir þróa hugmyndir að verkefnum sem nemendur geta framkvæmt í sínum skólum, verkefni sem þeir telja að bætt geti stöðu, vellíðan og þátttöku erlendra nemenda og þar með vonandi dregið úr brottfalli þeirra. Megin markmið verkefnisins er að brúa það bil sem myndast hefur í mörgum skólum milli íslenskra nemenda og nemenda af erlendum uppruna og verður lög mikil áhersla á samstarf þessarra tveggja hópa við framkvæmd verkefnanna.

Málefni innflytjenda og flóttamanna er á framkvæmdaáætlun SÍF fyrir yfistandandi skólaár en sambandið hefur þó unnið að málaflokknum undanfarin misseri, meðal annars við gerð myndbanda þar sem rætt er við erlenda nemendur um upplifun þeirra og reynslu af skólakerfinu. Ljóst er að margt má betur fara. Myndböndin verða frumsýnd fljótlega.

Vinsælast

Sólrún Sen