Draumur að vera með dáta

Rokkur Friggjar sýnir Forget-Me-Nots í Gaflaraleikhúsinu.

Í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði æfir íslensk-breski leikhópurinn Rokkur Friggjar nýtt verk. Verkið heitir Forget-Me-Nots eða Gleym-mér-Eyjar og gerist í Hvalfirðinum árið 1940.

Siggi og Gréta ólust upp saman. Þau spiluðu fótbolta saman, þau fóru á böll saman og þegar herinn kom, fóru þau að vinna í bröggunum saman.

Svo kom Thomas.

Bæði Siggi og Gréta hrifust af myndarlega breska dátanum, en Siggi og Thomas áttu saman leyndarmál sem gæti breytt öllu.

ThomasSiggiKiss1.JPG

Leikritið er ástandssaga frá nýju sjónarhorni og sýnir ástarsamband milli tveggja karlmanna. Þessi hlið ástandsins hefur fengið litla sem enga umfjöllun, og hefur leikópurinn lagt sig fram um að gera sína eigin rannsóknarvinnu meðfram æfingum. Í gegnum þá vinnu höfum við komist í samband við fulltrúa frá breska hernum, en herinn hefur sýnt verkinu mikinn áhuga og bauð okkur að koma á Edinborgarhátíðina á sínum vegum.

Sýningin hefur þegar vakið mikla athygli á Bretlandseyjum þar sem hópnum hefur einnig verið boðið að sýna í hinu sögufræga Charterhouse, í eina hásætissalnum utan Westminster í London. Þar sýna þau fyrir bræðraregluna sem í húsinu býr.

Hópurinn hlaut einnig styrk frá Erasmus+ fyrir samstarfsverkefni milli landa, en eftir sýningar á Íslandi mun sýningin fara til London og svo til Edinborgar á Fringe hátíðina þar.

Á EdFringe hátíðinni fer Rokkur Friggjar í samstarf við breska herinn, sem sér þeim fyrir sýningarými og vinnur með þeim að pallborðsumræðum um hinsegin málefni, herinn á Íslandi og listirnar.

Forget-Me-Nots er frumsýnt í Gaflaraleikhúsinu þann 22.júní næstkomandi. Þá verða daglega sýningar þar til 27.júní.

Einnig verður verkið sýnt í Frystiklefanum á Rifi þann 29.júní en snýr aftur á malbikið í tæka tíð til að taka þátt í Reykjavík Fringe Festival dagana 4. og 6. júní klukkan 18:00 og 8. júní klukkan 20:00

Nokkrar myndir teknar á æfingum leikritsins

 

Mest lesið

Aðrar fréttir

Sólrún Sen