Druslugangan gengin í dembunni

Í dag var Druslugangan haldin í sjöunda skiptið í Reykjavík. Það rigndi bæði úr himni og ófáum augnkrókum. Ræðurnar sem þolendur héldu á Austurvölli við enda göngunnar voru átakanlegar. Þar á meðal voru þolendur kynferðisofbeldis lögreglumanns til margra ára. 

Myndir tók Eysteinn Örn Jónsson

En hvatningarorð ómuðu bæði úr mígrafónum og margmenninu, sem hvöttu þolendur til að standa með sjálfum sér og öðrum, skila skömminni og endurheimta valdið. Það verður aldrei auðvelt að lenda í kynferðisofbeldi, en við getum reynt að hjálpa hvort öðru í gegnum það og sporna við nauðgunarmenningunni sem leyfir kynferðisofbeldi að vera eðlilegt.

Hér eru nokkrar myndir sem fönguðu stemninguna á Austurvelli við enda göngunnar fyrr í dag nokkuð vel. 

Sólrún Freyja Sen skrifaði

 

Vinsælast

Aðrar fréttir

Sólrún Sen