Feminísk veisla í Tækniskólanum, kynjaþing 2018

Topp 5

Sólrún Freyja Sen skrifar:

Kynjaþing verður haldið í Tækniskólanum laugardaginn þann 3.Mars næstkomandi. Þetta er í fyrsta sinn sem að allsherjarþing um jafnréttismál og mannréttindamál er haldið á Íslandi.

Samkvæmt Brynhildi Heiðu og Ómarsdóttur eru sambærileg þing haldin reglulega á hinum Norðurlöndunum. “Okkur hefur fundist vanta viðburði þar sem íslenskir femínistar geta komið saman á allsherjargrundvelli og rætt saman. Draumurinn er að þetta sé ekki í eina skiptið heldur fyrsta skiptið sem að við höldum kynjaþingið. Okkur langar að halda áfram og auka samvinnu vegna þess að við höfum fundið fyrir því í Kvenréttindafélaginu að hlutirnir gerast í breiðfylkingu, þegar að við förum saman einni rödd.”

Þingið verður haldið í fjórum skólastofum í Tækniskólanum í Reykjavík, og verður hægt að velja úr fjórum viðburðum sem hver um sig stendur yfir í um eina klukkustund. Seinni part dagsins verður svo allsherjar partý allra félagssamtakanna sem standa að þinginu og og gestum þess.

“Það eru í raun frjáls efnistök fyrir félög hvort sem að þau vilji standa fyrir fyrirlestrum, pallborðum, kvikmyndasýningum, eða hverju sem er. Hugmyndin á bakvið þingið er að þetta sé vettvangur þar sem félög geta kynnt sig og kynnst starfi annarra félaga. Hugmyndin er kannski sérstaklega sú að kynjaþingið sé frábært tækifæri fyrir almenning að heyra hvað er að gerast og kynnast starfi allra þessara samtaka.”

Um 24 samtök eru skráð með viðburð á kynjaþinginu, meðal annars “MeToo hópur kvenna af erlendum uppruna”, Kvennasögusafn Íslands, Stelpur Rokka! og Stígamót. Nánar er hægt að lesa um dagskrá Kynjaþingsins á http://kynjathing.is/

Brynhildur talar jafnframt um það að Ísland sé erum eina landið af Norðurlöndunum sem hefur ekki ennþá komið sér upp samráðsvettvangi. “Okkur langaði að láta reyna á þetta,  að þetta verði skemmtilegt og að það sé vilji til þess að gera þetta reglulega. Það er ekki oft á Íslandi að fólki gefst tækifæri til að koma og eyða heildum eftirmiðdegi saman í feminískri veislu. Að geta valið um bara nákvæmlega hvað þau vilja læra og eyða góðum degi saman með öðru fólki.”

Hægt er að skoða frekari upplýsingar um Kynjaþingið á heimasíðu þeirra: http://kynjathing.is/

Sólrún Sen