Skuggakosningar í fyrsta skipti á sveitarstjórnarstigi

Í dag hefst lýðræðisvika í 22 framhaldsskólum um land allt sem lýkur með skuggakosningum fimmtudaginn 12. apríl. Er það hluti af lýðræðisátakinu #ÉgKýs sem nú er haldið í haldið þriðja sinn af Landssambandi ungmennafélaga (LUF) og Sambandi íslenskra framhaldsskólanema (SÍF). Markmið #ÉgKýs er að efla lýðræðisvitund og hvetja ungt fólk til þess að kjósa eftir upplýstri ákvörðun.

logo-07.png

Vísbendingar um árangur

Kannanir hafa sýnt að þeir nemendur sem taka þátt í skuggakosningum eru líklegri til að kjósa í almennum kosningum en þeir sem taka ekki þátt. Einnig jókst kjörsókn mest hjá yngstu kjósendunum, 18-19 ára, á milli Alþingiskosninga 2016 og 2017 eða um 9,5%. Gefur það vísbendingu um árangur #ÉgKýs.

Kosið um lækkun kosningaaldurs

Í lýðræðisvikunni standa þátttökuskólarnir  fyrir ýmsum lýðræðistengdum viðburðum, svo sem að bjóða fulltrúum framboðanna til að kynna helstu áherslur og stefnur. Nemendur kjósa síðan á milli þeirra flokka sem hyggjast bjóða fram í því sveitarfélagi sem skólinn þeirra er staðsettur í, óháð lögheimili. Samhliða því munu nemendur kjósa um lækkun kosningaaldurs í 16 ár. Þrátt fyrir samstöðu þvert á flokka hefur hart verið tekist á um málið á Alþingi. Því er mikilvægt að bera málið undir þá sem málið varðar í lýðræðislegri kosningu.

Á vefsíðu verkefnisins egkys.is er að finna nánari upplýsingum um lýðræðisverkefnið og eru áhugasamir hvattir til að kynna sér málin.

Mest lesið

Sólrún Sen