Gervigreind, böl eða blessun?

Það er fátt í þessum heimi sem gerir mig spenntan, vongóðan og hræddan á sama tíma. Eitt af þessu er gervigreind. Elon Musk, forstjóri SpaceX, Tesla og annara fyrirtækja hefur sagt að gervigreind sé eitt það hættulegasta sem stendur frammi fyrir mannkyninu eins og stendur. Ef ekki er varlega farið geti gervigreind verið það sem útrýmir mannkyninu.

harvard-gervigreind.jpg


Árið 2015 stofnuðu Elon Musk og Sam Altman fyrirtækið OpenAI sem hefur það að markmiði að búa til jákvæða gervigreind sem kemur til með að þjóna mannkyninu. Þetta er opið verkefni þar sem að almenningur hefur aðgang að öllum einkaleyfum og þróun sem er í gangi í fyrirtækinu. Samkvæmt Elon er ,,besta vörnin að sem flestir hafi aðgang að gervigreind, ef allir búa yfir krafti gervigreindar, þá getur ekki einhver ein manneskja eða lítill hópur af fólki myndað gervigreindar ofurafl”

 

Elon Musk segir samt sjálfur að þótt þeir hafi það að markmiði að skapa jákvæða gervigreind hafi þeir í raun enga stjórn á hvernig málin þróast og þeir gætu auðveldlega verið að stuðla að þróun á nákvæmlega því sem þeir hræðast mest.Lærum af risanum

Einstein uppgötvaði hina víðfrægu formúlu E = MC*2 en hann gat ekki stöðvað þá framvindu að sú formúla varð mikilvægur hlekkur í sköpun kjarnorkusprengjunnar. Einstein var friðarsinni með góðar áætlanir en upplýsingin sem hann veitti var vopnvædd.

Manhattan verkefnið sem fór fram í kringum seinni heimstyrjöldina var tilraun Bandaríkjamanna til að ná völdum á kjarnorkusprengjunni á undan þjóðverjum. Rússneskir njósnarar náðu svo að komast yfir gögn tengd verkefninu og fóru að hefja sínar eigin tilraunir. Þetta segir okkur það að lönd í neyð og með nægum þrýstingi eru tilbúinn að leggjast á lægsta plan. Ef eitthvað í samanburði við seinni heimstyrjöldina skyldi skella á, myndi þá gervigreind ekki vera augljóst tól í baráttunni?

 

Drón eða séra Drón


Það bendir allt til þess að ef vélmenni með nær fullkomna gervigreind kemur á sjónarsviðið, muni það vera vopnvætt og notað í hernaðarlegum tilgangi, þrátt fyrir að hönnuðir gervigreindar séu með góðar áætlanir. Hvað með tímapunktinn í framtíðinni þegar gervigreind verður komin það mikið frammúr mannlegri greind að vélmennin líta á okkur svipað og við lítum á skordýr eða eitthvað álíka?

Í þróun gervigreindar er talað um eitthvað sem kallast gervigreindar sérstæðan eða “AI singularity” sem er sá punktur í tímalínunni þar sem við sköpum gervigreind sem er hæfari í að skapa gervigreind heldur en við. Ef sú gervigreind er svo betri í að skapa gervigreind, þá getur hún væntanlega skapað gervigreind sem er betri í að skapa gervigreind heldur en hún sjálf. Hvar endar sú þróun? Er næsta skref mannkynsins að losa okkur við þessi brothættu bein og mjúka skinn fyrir málm og víra? Verðum við úrelt, og hvenær þá?

Alex Þór Brynhildarson skrifaði 

Mest lesið

Sólrún Sen