,,Erfitt að skapa sér nafn úr engu yfir í eitthvað"

FBGM er tvítugur tónlistarmaður af íslenskum uppruna sem hefur verið að gera góða hluti í Noregi. Fyrir stuttu gaf FBGM út lagið MIPALO, og því ákváðum við hjá Babl að heyra aðeins í honum.

 

Hvenær byrjaðir þú að gera tónlist?

Ég byrjaði að búa til tónlist á árunum 2012-2013. Ég fékk mína fyrstu fartölvu í byrjun 10.bekks og þá hóf ég mitt stærsta áhugamál, sem er í dag atvinnan mín.

gústi.jpg

Hvaðan kom hugmyndin að laginu sem þú varst að gefa út?

Hugmyndin að laginu mínu MIPALO kom eiginlega alveg upp úr þurru. Hér í Bergen þar sem ég bý, stjórna ég upptöku stúdíói í plötufyrirtæki sem heitir KS Records. Á þeim stað erum við með stúdíó, ljósmyndatökubúnað, skrifstofur og fleira.

Pointið mitt er að einn daginn kom ég þangað og sagðist ætla að búa til nýtt lag. Eftir að hafa eytt þrjátíu tímum stanslaust í Stúdíóinnu var ég tilbúinn með þetta lag sem hlaut nafnið MIPALO.

Afhverju heitir lagið MIPALO samt? Það er góð spurning en svarið er falið í laginu.

Hvað er framtíðarplanið þitt í tónlistinni?

Ég gef sjálfum mér markmið sem eru í augnsýn og hægt að uppfylla. Svo þegar ég uppfylli þau markmið gef ég mér ný markmið. Ég uppfyllti helsta markmið mitt núna fyrir skömmu, að geta lifað á tónlistinni. Ég geri ekkert annað en að búa til tónlist og flakka á milli staða hér í Noregi að spila.

Næsta markmið mitt er að fá að spila í fleiri löndum núna á næstunni. Ég get þegar sagt að það sé mögulega að fara að gerast núna í sumar, en það er ekki hægt að staðfesta það ennþá.

Myndirðu segja að það sé erfiitt að vera ungur tónlistamaður?

Já ég myndi segja að það sé ótrúlega erfitt að vera ungur tónlistarmaður. Það er allt öðruvísi bransi hér í Noregi enn á Íslandi. Með fullri virðingu til allra tónlistarmanna á Íslandi, þá er mikið stærri samkeppni hér í Noregi. Góð tónlist er samt alltaf góð tónlist og þegar fólk fer að sjá að maður sé efnilegri en margir aðrir í þessum bransa, þá skiptir aldur ekki voðalega miklu máli.

En það er erfitt að komast langt upp á mælikvarða eldra fólks í tónlistarbransanum, á það stig þar sem þeir virði eða lýti upp til tónlistarinnar þinnar.

En eins og ég segji, ef maður veit hvað maður er að gera, skilur hvernig þessi bransi virkar og gerir eitthvað sem fólki líkar, þá skiptir aldur ekki máli.

hefuru áhuga á að vinna með íslenskum artistum?

Auðvitað. Ef hef fullan áhuga á að vinna með duglegu fólki sem veit hvað það vill gera. Ég er opinn fyrir samvinnu og að leiðbeina öðrum ungum tónlistarmönnum. Ég veit að það er erfitt að skapa sér nafn úr engu yfir í eitthvað (Nowhere to somewhere).

 

Hér má heyra hið nýútgefna MIPALO:

Vinsælast

Aðrar fréttir

Sólrún Sen