Mótmæli fyrir utan Veðurstofu Íslands

Eins og flestir hafa tekið eftir þá hefur varla sést í sólina á höfuðborgarsvæðinu í sumar.

Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands birti tíst í morgun 3 júní með myndum af mótmælum íslendinga sem voru haldin árið 1983 vegna sólarleysis. Myndirnar eru teknar af umfjöllun DV-blaðsins um málið.

Af myndunum má meðal annars lesa á mótmælaspjöldum ,,hvað borgar jöklarannsóknarfélagið ykkur?” og ,,veðurspár í hendur einkaaðila”.

Í undirfyrirsögn fréttarinnar má lesa að mótmælendur hafi verið um tvöhundruð talsins og ,,ákaflega vígreift lið.”

Það er spurning hvort leikurinn verði endurtekinn í ár og Veðurstofa Íslands verði látin svara til saka.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson virðist þó bera hagsmuni landa sinna fyrir brjósti og birti færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann lofar að leggja drög að aðgerðaráætlun um nauðsynlega reglugerðarbreytingu svo hægt verði að innleiða sólskin á Suður- og Vesturlandi.

Sólrún Freyja Sen skrifaði

 

Vinsælast

Aðrar fréttir

Sólrún Sen