Kódak Móment og Skyggni nýútgefnar Reykjavíkursögur

Fyrstu tvær sögurnar á Reykjavíkurrölt.is eru komnar inn, en þær bera titlana Kódak móment og Skyggni. Sögurnar eru partur af smásagnasafni Elísabetar Rúnar sem er unnið í gegnum Listhópa Hins Hússins. Elísabet útskrifaðist úr Myndlistarskóla Reykjavíkur í vor og ætlar sér til Frakklands næsta haust að þróa list sína áfram.

Sögurnar Kódak Móment og Skyggni eru mjög áhugaverðar og fallega teiknaðar. Það verður skemmtilegt að fylgjast með verkefninu í sumar, en auk sagnanna sem birtast á Reykjavíkurrölt má finna Elísabetu á vappi um bæinn á föstudagsfiðrildunum svokölluðu. Föstudagsfiðrildin eru haldin hvern föstudag í sumar og endar með uppskeruhátíð allra Listhópanna þann 12. júlí.

Elísabet Rún er spíra mánaðrins og hægt er að lesa viðtalið við hana hér.

Sólrún Freyja Sen skrifaði

Mest lesið

Aðrar fréttir

Sólrún Sen