92 % nemenda MS seinir í tíma, Kjartan Magnússon segir strætisvagnaþjónustu markvisst skerta

Sólrún Freyja Sen skrifar:

Sumir hafa tekið eftir því að bílastæðum í borginni hefur fækkað á síðustu árum. Tilgangurinn er meðal annars að minnka bílanotkun, og er það gert vegna umhverfissjónarmiða Reykjavíkurborgar.

Til dæmis var bílastæðum fyrir utan Menntaskólann við Sund fækkað, þegar upphaflega  átti að fjölga þeim vegna þrengsla á bílastæðinu.

Mest lesið

Margir nemendur MS koma úr úthverfum borgarinnar, og sumir hafa líka kvartað yfir því að samgöngur um og úr úthverfunum séu ekki nægilega góðar til að ekki sé hentugra að nota einkabílinn. Það er spurning hversu vel borgarstjórn hafi þekkt til aðstæðna í MS áður en ákveðið var að fækka bílastæðum svo um munaði.

Úr spurningakönnun á netinu sem lögð var fyrir nemendur MS sögðu um 32% svarenda að mjög erfitt væri að finna bílastæði fyrir utan skólann. Alls svöruðu 196 könnuninni. 23 nemendur hafa keyrt utan í bíl á bílastæðinu og og 56 segjast hafa lent í ákeyrslu.

181 nemendur, eða rúm 92% af svarendum könnunarinnar, segjast hafa lent í því að vera seinir í tíma því að þeir voru að leita að bílastæði fyrir utan MS. 70% svarenda sögðust hafa lagt ólöglega fyrir utan skólann vegna þess að þeir fundu ekki bílastæði.

Ljóst er að stefna Reykjavíkurborgar hefur ollið óþægindum fyrir bæði nemendur í skólanum og íbúa í kringum skólann. Maður spyr sig afhverju hafi ekki frekar verið horft í þá átt að gera nemendum auðveldara að komast í skólann með strætó, rútu, með niðugreiðslu hjóla eða hvað það nú er. Ekki er hægt að ætlast til þess að nemendur nenni að vakna klukkan 6 á morgnana til að eyða klukkutíma í tveggja til þriggja strætóferð í skólann, með fyrirvara um að strætó komi, og að hann sé ekki troðfullur af fólki svo að öryggi manns í vagninum sé verulega skert. Ekki þegar hægt er að fara sömu vegalengd á 10 mínútnum í einni, þægilegri bílferð.

Kjartan-Magnússon-1.jpg

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að það kæmi ekki á óvart að stæðum hefði verið fækkað við MS því það væri í samræmi við stefnu núverandi meirihluta í Reykjavík um að gera almenningi erfiðara fyrir við að nota einkabíl, til dæmis með því að fækka bílastæðum.

Hann segir niðurstöður úr könnuninni gefa til kynna að vandi bílanotenda í MS sé ærinn og að það sé kolröng stefna að auka enn frekar á hann með því að fækka stæðum. Kjartan fullyrðir að núverandi meirihluti í borginni hafi markvisst skert strætisvagnaþjónustu við austustu hverfi borgarinnar, en margir af nemendum úr þeim hverfum sækja nám í MS.

 Á tilkynningaskjá í MS eru nemendur hvattir til að leggja löglega

Á tilkynningaskjá í MS eru nemendur hvattir til að leggja löglega

“Aukin þrengsli við MS bitna því beint á nemendum í eystri hverfum, sem þurfa vegna fjarlægðar að fara á bíl í skólann.”

Kjartan segir að Eyþór Arnalds fulltrúi framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vilji stórbæta samgöngur í borginni og ekki síst við úthverfin.

“Þetta er hægt að gera með því að fækka ljósastýrðum gatnamótum og greiða þannig fyrir umferð og auka umferðaröryggi. Einnig þarf að vinna markvisst að því í samvinnu við ríkisvaldið að sem fyrst verði ráðist í lagningu Sundabrautar.”

Sundabraut er fyrirhugaður þjóðvegur sem á að liggja frá Sæbraut nálægt Holtagörðum og fara yfir Elliðaárvog eða Kleppsvík.

“Efla þarf Strætó og bæta leiðakerfi hans, til dæmis með því að velja nýja miðstöð almenningssamgangna út frá því að hún bæti strætisvagna þjónustu í öllum hverfum borgarinnar. Síðast en ekki síst þarf borgin að leggja áherslu á að vera í fararbroddi í þeirri snjallvæðingu í samgöngumálum sem er skammt undan og getur, ef rétt er á málum haldið, dregið úr neikvæðum fylgifiskum umferðar, þ.e. umferðarstíflum, slysum og mengun.”

Sólrún Sen