Kaupa Dót snýr aftur, allt byrjaði á mandólínu og skammbyssu

Í gær birtist nýr skets eftir Kaupa Dót á Nova snappinu, en strákarnir í Kaupa Dót tóku sér pásu í sumar eftir að hafa birt nýtt myndband í hverri viku.

Strákarnir í Kaupa Dót eru með mjög sérstakan stíl og alls ekki það sem maður á að venjast hvað varðar íslenskt grín, þar sem sami brandarinn ætlar aldrei að verða þreyttur.

Kaupa Dót byrjaði árið 2016 þegar að Tumi Gonzo Björnsson, meðlimur Kaupa Dóts var að selja svokallaða mandólínu á Brask og Brall, en auglýsinguna má sjá hér við hliðina á. Ansi grillað myndi grillmeistarinn sjálfur segja.

 

Það er hægt að skoða myndbönd Kaupa Dóts bæði hér á Babl og á facebook síðu grínaranna.

Það verður aldeilis gaman með Kaupa Dót í vetur!

Hér má sjá nýjasta skets Kaupa dóts

Sólrún Freyja Sen skrifaði

Mest lesið

Aðrar fréttir

Sólrún Sen