Ljóð eftir Ísak Regal, Kókaín í eldhúsinu og Hvað heldur þú?

Kókaín í eldhúsinu

um leið og við þurfum að áætla sérstakan tíma

20180810_193046.jpg

fyrir kynlíf

þá er þetta búið

ég vil ekki lifa svoleiðis

ég myndi frekar drepa sjálfan mig

þetta er ekki það sem ég vildi

(eða þú vildir?)

þegar við kynntumst fyrst

og ég var strákurinn sem þú horfðir á í partýjum

og hugsaðir um þegar þú komst heim

og snertir sjálfa þig

þú sagðir vinkonum þínum frá mér

frá nýja stráknum sem þú varst skotin í

og varst spennt fyrir

ég var ástæðan fyrir þessum

fiðringi sem myndast í maganum á þér

mörgum mánuðum seinna siturðu í sófanum

heima hjá okkur

ómáluð í joggingbuxum með bumbu

horfandi á einhvern þátt í sjónvarpinu

eins og ekkert annað sé í herberginu

og ég horfi á þig

hvað ef ég myndi kyssa þig núna?

myndi það bjarga okkur?

hvað ef ég myndi bara taka utan um vangann þinn

snúa þér að mér

og kyssa þig

löngum heitum kossi

og við myndum kyssast

eins og við gerðum þá

kannski með tungu

það væri ekki forleikur

eða byrjunin á neinu

heldur endirinn

því ef þú finnur ekki fyrir neinum andskotans hlut

þegar ég geri þetta

og ekki ég heldur

af hverju í ósköpunum erum við þá að þessu?

ég flyt út í nótt

hætti í vinnunni og fer eitthvað

hvert sem er

og ég get ekki unnið átta tíma á dag

⅓ af lífi mínu

nei

ég myndi frekar drepa sjálfan mig

ég get ekki drukkið

og ég get ekki ekki drukkið

ég get ekki verið í sambandi

svo ég verð frekar einn

ég sver það að ég get ekki lifað svona

ég myndi frekar drepa sjálfan mig.

 

Hvað heldur þú?

þú ættir að sjá íbúðina mína

þar er ekkert nema bækur, bjórdósir og sígarettur

ég hlæ í gegnum nefið við tilhugsunina

ég hef hugsað um þig svo lengi

þú getur ekki ímyndað þér

hversu lengi

ég hef hugsað um þig

ég hef aldrei verið nær

og sömuleiðis fjær

sjálfum mér

ég hef heldur aldrei verið jafn fjarri þér

ég er klikkaður í hausnum

ég er ennþá að gera

klikkað stöff

en er oftast stilltur

fylltur

dauðaró

ég held ég muni deyja einn inni í herbergi

ég held ég muni deyja bráðum

segðu engum

hvað við áttum

segðu engum

hvað þér líður

og hugsar um þá tíma

um mig með arma mína vafða utan um þig

og þú

veitandi mér hlýju

um alla daga.

Höfundur beggja ljóðanna er Ísak Regal

 

Mest lesið

Fréttir

Sólrún Sen