Hommaklámsbækur ætlaðar stelpum innblástur að listasýningu

Komm onn læn er sýning á verkum eftir Gunnu Mörtu. Sýningin er fyrsta einkasýningin sem haldin er í Gallerí Gubb í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti (FB). Gallerí Gubb var stofnað fyrir stuttu af Herði Frans Péturssyni, Karín Sól og Söru Sigurðardóttur, nemendum á listabraut í FB.

41645113_239405406918036_7059974139158724608_n.jpg

Sýningin Komm onn læn fjallar að miklu leyti um fantasíusögur og rofin tengsl við raunveruleikann. ,,Við vitum öll að drekar og draugar eru ekki til” segir Gunna, en það er annað upp á teningnum í bókum.

Á sýningunni hanga meðal annars uppi blaðsíður úr svokölluðum yaoibókum, sem eru ekki fyrir börn eða viðkvæma.

,,Frænka mín var að gefa vinkonu sinni mangabækur (japanskar teiknimyndasögur) og í gríni bað ég um yaoibækur sem hún átti, en það eru hommaklámsbækur ætlaðar stelpum. Svo fór ég að lesa þessar bækur og fannst þær mjög grófar og ljótar. Þá ákvað ég að klippa út myndirnar sem mér fannst ljótar og hengja upp á vegg. Bera þær fram.”

Vinstra meginn við textann sjást ofbeldisfullar og klámfengnar myndir og textabrot úr yaoibókum

Gunna segist taka eftir listrænum einstaklingum í kringum sig sem eru félagslega heftari en aðrir og lifa í fantasíusögum. ,,Við ættum öll að vita að þetta er ekki raunverulegt, en þessar hugmyndir læðast stundum út í raunveruleikann.”

Gunna segir samt að hún sé ekki að dæma fólk fyrir að lesa yaoisögur. ,,Fólk þarf bara að muna að þetta er ekki raunveruleikinn. Fólk þarf að hugsa um hvað það er að lesa. Sögur eru bara hugmyndir sem höfundurinn er að reyna að koma á framfæri við þig.”

41682179_235192167158555_7648920206772797440_n.jpg

Á þessari mynd er texti sem lesist á ensku ,,do you understand it’s all in our head?” og vill Gunna minna fólk á að það sem það les í yaoibókum er kannski léleg fyrirmynd af samskiptum við raunverulegt fólk.

Með sýningunni er ég að varpa ljósi á það sem við sjáum í þessum myndasögum. Ég er líka með klippur úr mangabókum fyrir stráka sem eru eiginlega barnaklám. Það er mjög ljótt. Ég skil alveg að þetta eru teikningar og að þeir sem lesa þessar sögur þurfa ekki að vera barnaperrar, en fólk sem les þetta ætti að vera meðvitað um hvað það er að lesa.”

Á sýningunni má finna mangabækur á borðum ásamt tússpennum, en fólk getur tússað í bækurnar eins og því sýnist. ,,Ég klippti út allt þetta ljóta úr bókunum þannig börn mega lesa þetta. Þetta eru litabækur. Ég get ekki beðið eftir að koma heim og skoða hvað allir eru búnir að gera í bækurnar.”

41669222_290257304904235_546193353264332800_n.jpg

Þessi málverk sem Gunna segir að séu vísun í popplist, sýna SMS samskipti tveggja kvenna. Önnur þeirra er með píku og brjóst í stíl við hvernig brjóst og píka er táknuð með lyklaborði.

41564830_248405119192869_7833977574324699136_n.jpg

Hér hanga uppi skissur og bulltextar sem Gunna rissaði hálfs hugar og hefðu farið í ruslið en hanga núna uppi sem listaverk. ,,Þetta eru allskonar korn sem lýsa á hvaða stað ég var í lífinu þegar þau urðu til og hvað ég var að hugsa á þeim tíma.”

41594627_2148777161859340_6107759836433219584_n.jpg

Á myndinni lengst til hægri sést stelpa teiknuð í mangastíl, á altarisborði. Hugmyndin á bakvið verkið er að í mörgum sögum fá karlar að vera persónur með persónuleika á meðan konur fá bara að vera hugmyndir. ,,Þær eru settar upp á stall. Þær eru einhverskonar verðlaun eða markmið, eins og þegar Mario bjargar prinsessunni. Konan þýðir alltaf eitthvað, hún fær ekki bara að vera manneskja.”

Verkið í miðjunni er vísun í kirkjuloft með máluðum himni á, en Gunna segir að henni finnist ekki gaman að teikna ský og þessvegna sé krossað yfir skýin.

Svarta málverkið heitir ,,Black Mirror” eins og vinsælu Netflix þættirnir. Hugmyndin á bak við málverkið er að þegar þú slekkur á símanum þínum er hann bara svartur spegill. Sprungurnar á myndinni eru málaðar eftir sprungunum í brotna skjánum á síma Gunnu.


Sýningin er opin til 5. október, frekari upplýsingar eru að finna hér.

https://www.facebook.com/events/229637114380794/

Sólrún Freyja Sen skrifaði

Mest lesið

Aðrar fréttir

Sólrún Sen