Misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum eins og rússnesk rúlletta

Í gær þann 26. júní birtu Olnbogabörn stöðuuppfærslu þar sem lyfinu Xanax er líkt við rússneska rúllettu, en Olnbogabörn eru samtök aðstandenda unglinga með áhættuhegðun. Fram kemur í stöðuuppfærslunni að fólk í dag geri sér ekki grein fyrir því að lyfseðilsskyld eru ekkert minna hættuleg en hefðbundin og ólögleg fíkniefni, ef ekki hættulegri.

olnbogabörn.png

Olnbogabörn fengu upplýsingar um skaðsemi ópíat lyfjanna frá lækni, sem studdist við almenna læknisfræðiþekkingu sína,  ásamt því að vitna í kennslubók Goodmans og Gilmans í lyfjafræði um með hvaða hætti ópíat- og benzodiasepin-lyf bæla öndun, og heimildarmynd Vice sem var deilt með stöðuuppfærslunni.

Í stöðuuppfærslunni er skilmerkilega gert grein fyrir hvaða áhrif Xanax hefur á líkamann og afhverju það er lífshættulegt að blanda Xanax saman við önnur efni, eða að taka inn meira en hámarksskammt.

Það bætir ekki úr skák að vinsæl tónlist í dag fjallar oft um lyfseðisskyld lyf, og upphefur óhóflega neyslu á þeim. Kristján Ernir Björgvinsson, blaðamaður hér á Babl, fór í viðtal í Bítið á Bylgjunni í dag þann 27. júní en þar talar hann einmitt um ,,kvíðakynslóðina” og vitnar í þann hraðvaxandi kvíðavanda meðal ungmenna í dag.

Hann talar um þann vítahring sem verður til um leið og þú byrjar að misnota kvíðalyf eða sljóvgandi lyfseðilsskyld lyf, sem hann lenti sjálfur í. Kvíðinn læknast í skamma stund en um leið og þú ert kominn úr vímunni þarftu annan skammt og það strax.

Hér er mynd af tölfræðinni sem sýnir gríðarlega aukningu á kvíða meðal barna í dag:

pasted+image+0.png

Kristján talaði líka um það sem er ítrekað í stöðuuppfærslunni á facebook síðu Olnbogabarna, að taka þessa lyf er eins og spila rússneska rúllettu. Það eru ekki bara langt leiddir fíklar sem deyja, það eru ungir krakkar sem eru ennþá að fikta. Þú þarft að vera heppin í hvert skipti sem þú prufar

Hér er hægt að lesa stöðuuppfærsluna í heild sinni.

Sólrún Freyja Sen skrifaði

 

Mest lesið

Aðrar fréttir

Sólrún Sen