,,Það er engin rétt leið til að lifa" samkvæmt boðskapi Leigumorðsins

Leikfélagið Órion setur upp síðustu sýninguna af leikritinu ,,Leigumorðið” í kvöld. Leikritið fjallar um ungt fólk sem leigir saman og þarf að takast á við leigusalann sinn sem er að sögn Bryndísar Bjarkar Kristmundsdóttur, formanns leikfélagsins, ,,gamall og leiðinlegur maður” sem hækkar leiguna í sífellu, uns leigjendurnir neyðast til að grípa til örþrifaráða.

 Bryndís fer með hlutverk Lífar

Bryndís fer með hlutverk Lífar

,,Það eru sex karakterar, ég myndi ekki segja að einhver þeirra sé aðalkarakter, við erum búin að vera að vinna með þannig leikrit þar sem allar persónurnar vinna saman og eru heildin sem spinnur verkið áfram” segir Bryndís. ,,Karakterarnir eru Líf og Pollý, kærustupar sem leigja saman með vini sínum Mötta sem er háskólanemi, og svo flytur Thelma inn í íbúðina. Hinar tvær persónurnar eru Daníel leigusalinn og Mikael, vinur Mötta.”

Bryndís segir að sköpun verksins hafi farið eftir svokölluðu ,,deviced” ferli, semsagt spunaferli. “Við byrjum með ákveðið konsept, fórum á æfingar þar sem við spinnum karaktera og aðstæður, þannig verður sagan hægt og rólega til. Konseptið eða boðskapurinn var sá að það er engin rétt leið til að lifa.

Til að byrja með var fókusinn ekki á hinseginn fólk, en eftir að ein leikkonan þurfti að hætta þá þurftum við að breyta leikritinu og fórum í þessa átt. Það hefur náttúrulega mikið að gera með það að flestir sem koma að leikritinu eru hinseginn. Verkið fjallar að miklu leyti um fordóma innan hinsegin samfélagsins gagnvart mismunandi hinsegin fólki og svo kynhneigð yfir höfuð.”

Síðasta sýning leikritsins er í kvöld og það er frítt inn! Nánari upplýsingar um sýninguna hér

Pollý (vinstri), Mötti, Daníel og Thelma (hægri)

 

Sólrún Freyja Sen skrifaði

 

Mest lesið

Aðrar fréttir

Sólrún Sen