Kappræður um laxeldi

Á morgun, þriðjudaginn 29. maí, stendur Samband ungra sjálfstæðismanna (SUS) fyrir kappræðum um laxeldi í Valhöll, Háaleitisbraut 1.

Tveir þaulreyndir framsögumenn munu fara yfir helstu sjónarmið með og gegn laxeldi. Framsögumenn eru: 
- Einar K. Guðfinnsson, fyrrv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og alþingismaður til margra ára og jafnframt fyrrv. forseti Alþingis. Einar gegnir nú starfi formanns landssambands fiskeldisstöðva.


- Jón Helgi Björnsson, fyrrv. oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðurþingi. Jón Helgi er formaður landssambands veiðifélaga.

Fundarstjóri verður formaður SUS, Ingvar Smári Birgisson. Búist er við fjörugum umræðum en allir eru velkomnir.

Hér er hlekkur á viðburðinn: https://www.facebook.com/events/406002933239207/

 

Mest lesið

Aðrar fréttir

Sólrún Sen