Lenti í slagsmálum við dyraverði á hinseginn bar ,,aldrei jafn niðurlægður þannig að ég óttist um líf mitt.”

Ómar Alejandro Waldosson segir í uppfærsu á facebook að hann hafi lent í hrottalegri líkamsárás af hendi dyravarða á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Hann segir í uppfærslunni að hann hafi verið eltur út um allt af dyravörðum og leitað til barþjónsins um hjálp.

Ómar Alejandro Waldosson, mynd úr einkasafni

Ómar Alejandro Waldosson, mynd úr einkasafni

Barþjónninn hafi í kjölfarið beðið Ómar um að tala við sig í kompu undir stiganum þar sem væri meira næði. Það hafi Ómari fundist grunsamlegt þar sem sami barþjónn hafði áður beitt sig andlegu og líkamlegu ofbeldi.

Svo hafi fjórir dyraverðir ráðist inn í kompuna ásamt konu sem Ómar segir að vinni sem dyravörður á staðnum en var ekki á vakt þetta kvöld heldur að skemmta sér. ,,Þarna réðust þau á mig án þess a ég fengi einu sinni tækifæri á að átta mig á því hvað væri að gerast. Ég reyndi að verja mig en það gekk illa þar sem þau eru þjálfuð í allskonar fangabrögðum starfs síns vegna. Ég var laminn oft í andlitið og sparkað í allan líkamann og haldið fyrir munninn á mér og tekinn hálstaki þannig á tímabili hélt ég að ég myndi deyja.”

Ómar segist vera greindur með kvíðaröskun og þunglyndi. Eftir þetta atvik hafi honum liðið mjög illa ,,enda aldrei lent í svona ömurlegum aðstæðum og verið jafn niðurlægður þannig að ég óttist um líf mitt.”

Hann segir að einhver hljóti að hafa hringt á lögregluna þar sem dyraverðirnir slökuðu á barsmíðunum og Ómar hafi þá náð að losna frá árásarmönnunum með spörkum. Í kjölfarið hafi hann verið handtekinn þar sem dyraverðirnir sögðu lögreglunni að Ómar hafi ráðist á þá. ,,Ég þurfti að leita til bráðamóttökunnar vegna áverka sem ég þjáist enn af, mánuði síðar. Nokkur vitni heyrðu síðan að dyraverðirnir voru að monta sig hversu mikið þeir gátu barið mig og það væru ekki myndavélar.”

Ómar segir atvikið hafa ollið sér miklum vonbrigðum þar sem hann hafði áður haldið að hann væri öruggur á þessum stað, en umræddur skemmtistaður er einn af fáum skemmtistöðum í Reykjavík sem er sérstaklega ætlaður hinseginn fólki. Ómar fullyrðir einnig að fleiri hafi lent í leiðindum af hendi dyravarða á sama stað.

Svör sem blaðamaður fékk frá eigendum umrædds skemmtistaðar eru á þann veg að ,,starfsmaður fyrirtækisins sem sér um dyravörsluna hefur kært Ómar fyrir líkamsárás í umræddu tilfelli. Lögreglan er með ákæruna á hendur honum í vinnslu, er að skoða myndbönd af atburðinum og undirbúa ákæru.”

Ómar benti blaðamanni á eftir birtingu þessar greinar að hann hefur kært dyraverðina fyrir líkamsárás.

Sólrún Freyja Sen skrifaði

Hér er hægt að lesa stöðuuppfærslu Ómars í heild sinni:

Mest lesið

Aðrar fréttir

Sólrún Sen