Manneskja á bak við hverja dánartölu

Í gær birti Minningarsjóður Einars Darra myndband tileinkað öllum sem “hafa látið lífið vegna eða í tengslum við misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum eða öðrum fíkniefnum. DV Fókus birti grein í gær sem fjallar um myndbandið.”

Í myndbandinu eru birtar myndir af einstaklingum sem létust vegna fíkniefnaneyslu, meðal annars var birt mynd af Kristínu Gerði Guðmundsdóttur sem var einn aðal innblástur kvikmyndarinnar Lof mér að falla.

Tilgangurinn með myndbandinu er að sýna að fíkniefnavandinn er meira en bara tölfræði, hver tala er manneskja sem var elskuð og elskaði sjálf.

,,Það er löngu komin tími á að við tökum höndum saman, valdeflum okkur öll unga sem aldna með fræðslu og forvörnum, heiðrum og minnumst þeirra sem hafa látið lífið, styðjum þá sem þurfa aðstoð, stöndum með þeim sem berjast í bata sínum á hverjum degi og spornum við því að fleiri einstaklingar fari frá okkur allt of snemma. Þetta varðar okkur öll.”

Lagið í myndbandinu heitir I WAS HERE og er flutt af Maríu Agnesdóttur við undirspil Vigni Snæs Vigfússonar sem tók líka myndbandið upp. María söng líka fyrir vini og vandamenn minningarsjóðsins á Kærleiks viðburði sjóðsins um helgina. Aníta Rún Óskarsdóttir gerði myndbandið en Margrét Eir veitti faglega aðstoð.

Sólrún Freyja Sen skrifaði

Vinsælast

Sólrún Sen