Þorsteinn Sturla sigurvegari handritakeppni MH, handrit fjallar um stelpu sem vinnur handritakeppni

Þorsteinn Sturla Gunnarsson, mynd úr einkasafni

Þorsteinn Sturla Gunnarsson, mynd úr einkasafni

Lengi vel hefur Menntaskólinn við Hamrahlíð (MH) haldið handritakeppni ár hvert þar sem sigurvegari fær að setja upp eigið verk á leikhússviði. Sigurvegarinn fær jafnframt að leikstýra verkinu og er verkið svo yfirleitt sýnt í Undirheimum, sem er svartmálaður salur undir stærri salnum í MH.

Þorsteinn Sturla Gunnarsson vann handritakeppnina í ár með handriti að verkinu Synecdoche.

Handritið fjallar um stelpu sem stundar nám við MH og skrifar handrit sem hún sendir í handritakeppnina og vinnur svo keppnina. Þegar hún svo byrjar að leikstýra verkinu sínu heltekur það líf hennar.

Hólmfríður Hafliðadóttir

Hólmfríður Hafliðadóttir

Hólmfríður Hafliðadóttir, formaður leiklistafélags MH tók þátt í leiksýningunni Kortér Yfir Þrjú eftir Ernu Mist sem vann keppnina í fyrra og er nú í sviðshöfundarnámi. Verkið Kortér Yfir Þrjú var jafnframt sýnt í Ungleik sem er leikhús ætlað ungum skáldum og leikurum. ,,Allir sem tóku þátt í verkinu voru þarna til að hjálpa Ernu að glæða verkið lífi, en þar af leiðandi var þetta ekki bara sýningin hennar heldur sýning okkar allra. Við unnum öll saman í því að gera handritið að leiksýningu. Það er hægara sagt en gert að geta skrifað handrit og ætlast svo til þess að það verði að fullkláruðu verki.

Handritakeppnin snýst um að ung leikskáld, ungir leikstjórar og ungir leikarar fái að spreyta sig á leikhúsheiminum. Það er yfirleitt ekki ráðinn leikstjóri utan skólans ef sigurvegari handritakeppninnar vill ekki leikstýra verkinu sjálfur, þá er alltaf fenginn einhvern úr skólanum sem hefði áhuga á því.”

Keppnin er því frábær vettvangur fyrir nemendur í MH sem hafa áhuga á sviðslistum. ,,Handritakeppnin hefur gengið ótrúlega vel og það virðist ekki vera að leikfélagsstjórnir síðustu ára hafi viljað hætta að halda hana.”

Sólrún Freyja Sen skrifaði

Mest lesið

Aðrar fréttir

Sólrún Sen