5 ráð til að lifa prófin af

1. Koffín

Svarta töfraseyðið kemur þér í gegnum allt, kaffi. Orkudrykkir virka líka. Svo eru til Koffíntöflur líka, þær eru vanmetið fyrirbæri. Maður þarf bara að passa sig að fá ekki hjartaáfall, það er best að vera með sjúkraliða í viðbragðsstöðu á meðan að á prófatörninni stendur.

article-2111916-03BBE75B000005DC-598_468x356.jpg

2. Hugleiðsla

Taktu tuttugu mínútur frá, kveiktu á reykelsinu sem þú keyptir þegar þú varst ,,inspíreraður’’ af andlegum máttum í hippabúðinni og namaste!

meditation_sun.jpg

3. Læra á bókhlöðunni

Hvort sem þú ert menntaskólanemi að þykjast vera háskólanemi eða háskólanemi að pirra þig yfir hávaða í menntaskólanemum þá er bókhlaðan snilld. Andrúmsloftið er hlaðið einbeitingu og þú þarft ekki einu sinni að líta í bækurnar, að vera þarna gerir þig sjálfkrafa margs vísari.

CGMeTI_UQAAsj7I.jpg

4. Plana sólarlandaferð í Júní

Að halda í von um sólskin og auðveldari tíma framundan á meðan þú ert dæmdur til að dúsa í þungu innilofti og rafmagnaðri birtu kemur þér í gegnum maímánuðinn. Þú skalt skipuleggja ferð til Spánar eða álíka, best er að fljúga út sama dag og síðasta prófið klárast. Það er betra að gráta yfir piña colada á hvítri strönd ef þú fellur, í góðri fjarlægð frá vonsviknum foreldrum og kennurum.

6974663-chilling-at-beach.jpg

5. Gráta smávegis

Stundum er best að taka bara tíu mínútna pásu frá lærdómnum til að gráta inni á klósetti. Lífið þitt er svo hryllilega erfitt. Afhverju þarft þú að mæta í lokapróf en ekki börnin í Suður Súdan? Það er ósanngjarnt að búa á Íslandi þar sem allir eru neyddir til að mennta sig.

153388297.jpg

Mest lesið

Aðrar fréttir

Sólrún Sen