Verkin verða enn að þorna á sýningunni

Um daginn hélt myndlistamaðurinn Ísak Marvins sýna fyrstu einkasýningu í heimabæ sínum, Grundarfirði. Hann var hinsvegar ekki lengi að skapa nóg af efni í aðra einkasýningu sína, sem verður haldin á morgun í Ánanausti 11. ,,Sum verk verða örugglega ennþá að þorna á sýningunni.”

 Ísak og nýtt málverk-mynd tók Hinrik Aron Hilmarsson

Ísak og nýtt málverk-mynd tók Hinrik Aron Hilmarsson

Fyrir utan málverk verður Ísak líka með teikningar til sýnis. ,,Mig langar að sýna hvernig ég skissa og vinn hugmyndir.”

En hvernig kom nafnið á sýningunni til, ,,listamaður undir striga”?

,,Þegar ég var 14 ára og var að kaupa minn fyrsta striga með pabba og stjúpmömmu minni, þá var striginn svo stór að ég þurfti að halda á honum yfir höfðinu á mér með bræðrum mínum, í aftursætinu á leiðinni heim.

Þó Ísak elskar augljóslega það sem hann er að gera, eða maður myndi halda það þar sem hann er að halda tvær einkasýningar í sama mánuðinum, þá þýðir það ekki að það sé ekki gríðarlega mikil vinna sem fer í að vera myndlistamaður. ,,Ég hætti ekki að mála. Ég er 6-10 klukkustundir á dag að mála, pæla og gera eitthvað í kringum sýninguna.” Fyrir utan það er Ísak svo í tveggja ára diplómanámi í Myndlistaskóla Reykjavíkur, hann segir að kennararnir þar séu sem betur fer skilningsríkir upp á slaka mætingu nemenda ef þeir eru að halda listasýningar á eigin vegum.

Sýningin er opin 23-25. nóvember fyrir áhugasama listunnendur!

Sólrún Freyja Sen skrifaði

Vinsælast

Sólrún Sen