Gerum Dalinn bleikann

Fyrir stuttu síðan kynntum við að Minningarsjóður Einars Darra hafi byrjað á sínu fyrsta verkefni í formi þess að dreifa armböndum til að vekja athygli á aukinni misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja. Verkefnið hefur fengið frábærar viðtökur og fengið stuðning úr öllum áttum, það er hægt sjá það frekar á Facebook síðu Minningarsjóðsins sem fólk er duglegt að lýsa yfir stuðning sínum við baráttuna.
 

IMG_0358.JPG

Minningarsjóðurinn hefur gengið til liðs við Þjóðhátíðarnefnd og verða gefin út sérstök Ég á bara eitt líf armbönd ásamt sjálfum þjóðhátíðararmböndunum, en Ég á bara eitt líf armböndinn verða sjálflýsandi enda fer sumrinu að halla og nóttin að lengjast. Þar sem armböndin eru ætluð til að sporna við lyfjamisnotkun eða annarsskonar fíkniefnaneyslu, þá er nauðsynlegt að þau séu áberandi á illa lýstum skemmtistöðum.

Í Eyjum verður þar að auki hægt að fá Ég á bara eitt líf peysur og húfur í versluninni Smart. Fólkið á bakvið minningarsjóðinn þakkar einnig sérstaklega Lindu í Smart fyrir að hjálpa þeim með fötin sem þau eru að selja.

 

Sólrún Freyja Sen og Kristján Ernir Björgvinsson skrifuðu

 

Vinsælast

Aðrar fréttir

Sólrún Sen