Ljóðakvöld Hispursmeyjanna

35460449_2097950597139482_8752949491604127744_n.jpg

Ljóðakvöld Hispursmeyjanna eru kvöld sem voru haldin mánaðarlega í meira en ár þangað til í byrjun þessa árs. Þá flutti Vigdís Ósk Howser, sem heldur utan um kvöldin, velur skáld og kynnir, erlendis. Núna snýr þetta dásamlega kvöld aftur í eina kvöldstund þann 18 júní klukkan 21:00. Innblásturinn að því að halda þessi kvöld komu frá ömmu Vigdísar, Lilju Hjartadóttir Howser, en hún og besta vinkona hennar Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona, voru alltaf kallaðar Hispursmeyjar þegar þær voru yngri. Konur sem taka pláss í samfélaginu, hafa hátt og gera það sem þær vilja. Yfir 150 skáld hafa nú þegar komið fram á kvöldunum, óreynd og reynd skáld. Skáld sem hafa aldrei lesið upp og skáld sem hafa gert það allt sitt líf. Vigdísi langaði að fara mánaðarlega á Ljóðakvöld þar sem hún fengi að velja skáld eftir að hafa of oft farið á ljóðakvöld þar sem að jafnvel ofbeldismenn fengu að stíga á sviðið og lesa ljóð um að beita konur ofbeldi. Hún tók málin í sínar hendur og byrjaði með kvöldin. Ljóðakvöld Hispursmeyjanna snýr aftur mánudaginn 18 júní. Það sem einkennir kvöldin er hlustun, einlægni, hispursleysi, kraftur, útgeislun, sorg, gleði, hlátur, grátur og almennt tilfinningaflæði. Eftirfarandi skáld koma fram : Katrín Aagestad Gunnarsdóttir Hannah Jane Sólveig Eir Stewart Diljá Sigurðardóttir Friðvin Ingi Berndsen Karitas Bjarkadóttir Þorvaldur Sigurbjörn Helgason Perla Hafþórsdóttir Hlín Arnþórsdóttir Ragna Sól Evudóttir Júlía Margrét Einarsdóttir Hefst klukkan 21:00 á Loft á morgun.

Aðrar fréttir

Sólrún Sen