Endurnýttar flíkur með nútíma brag

_MG_7680 (1).JPG
_MG_7682 (1).JPG

Sérsniðnar flíkur eru að verða vinsælli með hverju ári og hafa tveir nemar í Menntaskólanum við Hamrahlíð tekið að sér að sérsníða ýmis föt. Jóhann Axel og Ólafur Andri kynntust í menntaskóla og hafa báðir brennandi áhuga á tísku, götulist og sækadelískri list.

Fatamerkið þeirra ,,Basement Authentic" einkennist af því að endurnýta  gamlar flíkur og uppfæra þær með nútíma brag. Það má greinilega sjá að innblásturinn þeirra kemur frá nútíma götulist og eru skórnir sem þeir gera oft skreyttir með skrift sem minna á vel unnið veggjakrot.

Þeir stefna báðir að því að vinna við eitthvað tengt fatahönnun í framtíðinni og er þetta vonandi ekki það síðasta sem við sjáum frá þeim.

Kristján Hölluson skrifaði

Mest lesið

Aðrar fréttir

Sólrún Sen