Sænsk þjóðlög meðal annars á dagskrá í Hinu Húsinu

34177474_10212026781330293_95618483248693248_n.jpg

Matthías og Magni eru tveir nemendur í Listaháskólanum, Matthías er frá Svíþjóð og kom til Íslands haustið 2016 til þess að læra á píanó í Listaháskólanum. Þar hitti hann Magna sem er að læra tónsmíði en Magni spilar einnig á Gítar. Strákarnir komust að því að þeir mynduðu heljarinnar tvíeyki og byrjuðu í kjölfarið að spila og semja tónlist saman.

 

Þeir ætla að halda tónleika í Nóvember á degi íslenskrar tungu í tilefni þess að Matthías sé búinn að læra íslensku. Tvíeykið mun halda sína fyrstu tónleika klukkan sjö á fimmtudagskvöldinu 7. maí næstkomandi í Hinu húsinu og ætla að spila tónlist allt frá poppi, sænsk, spænsk, íslensk og ensk dægurlög og þjóðlög.

Mókrókar sem lentu í öðru sæti Músíktilrauna í ár mun hita upp fyrir Matthías og Magna. Sú hljómsveit varð til í kjölfar þess að hafa troðið upp á skemmtifundi félags íslenskra harmonikku-unnenda ásamt Flemming Viðari harmonikkuleikara. Eftir að hafa leikið alla gömlu dansana fram og aftur ákvað hljómsveitin að halda á ný mið og byrja að semja og spila spunatónlist. Þeir hafa komið fram undir ýmsum nöfnum og leikið jazz og fönk á börum og veitingastöðum.

 

Mest lesið

Aðrar fréttir

Sólrún Sen