Ný fatalína Minningarsjóðs Einars Darra

Fyrirsæta: Bjarki Aron Sigurðsson, í herbergi Einars Darra

Fyrirsæta: Bjarki Aron Sigurðsson, í herbergi Einars Darra

Minningarsjóður Einars Darra var stofnaður í kjölfar andlát Einars Darra í maí þessa árs vegna lyfjaeitrunar. Minningarsjóðurinn hefur vakið athygli vegna baráttu sinnar fyrir vitundarvakningu um misnotkun á lyfjum og annarsskonar fíkniefnaneyslu meðal ungmenna í dag.

Fyrirsæta: Ásrún Ásta, í herbergi Einars Darra

Fyrirsæta: Ásrún Ásta, í herbergi Einars Darra

Þá hefur Minningarsjóðurinn meðal annars dreift armböndum, gert myndbönd og haldið erindi til að vekja athygli á málefnum sínum.
Á morgun um hádegið opnar Minningarsjóður Einars Darra nýja heimasíðu, egabaraeittlif.is, og ný fatalína frá minningarsjóðnum verður sett í forsölu. Allur ágóði af sölunni rennur til #egabaraeittlif forvarnarverkefna, eins og kemur fram í frétt á DV.

Hægt verður að fá hettupeysu, ,,crew neck”-peysu, stuttermabol, húfu og tösku. Vörurnar koma í bleikum, svörtum og hvítum. Hægt verður að fá ,,crew neck” peysurnar með áletrun og ekki, fyrir þá sem vilja styrkja átakið en geta ekki verið í of áberandi fatnaði vegna til dæmis starfs síns, geta keypt flíkur.

Myndirnar voru teknar í svefnherbergi Einars Darra, af Ástu Kristjánsdóttur. Fötin voru hönnuð af Unu Hlín Kristjánsdóttur hjá DUTY.

Sólrún Freyja Sen skrifaði

Vinsælast

Sólrún Sen