Langþráður draumur að vinna MORFÍs

Sólrún Freyja Sen skrifar:

Í gær fóru fram Úrslit MORFÍs og Verzlunarskóli Íslands bar sigur úr býtum gegn Flensborg. Munurinn á liðunum var einungis 9 stig sem féllu í skaut Flensborgar þrátt fyrir tapið, en unnu ekki vegna þess að meirihluti dómara dæmdi Verzló sigur.

30784436_10211444891581377_933920453_n.jpg

Í öðrum MORFÍs keppnum en úrslitum dæma þrír dómarar en í úrslitakeppninni eru fimm dómarar og sú regla var tekin upp árið 2010. Þessvegna er 9 stiga munur í úrslitum  raun mun minni munur heldur en í öðrum keppnum og er þetta næst naumasti sigur síðan hin svokallaða fimm dómara regla var tekin upp árið 2010, en þá vann Menntaskólinn við Sund með 8 stigum.

Geir Zoëga keppti í stöðu meðmælanda fyrir hönd Verzló í ár, en hann er að keppa sitt fyrsta keppnistímabil. ,,Ég er búinn að mæta á allar alvöru ræðukeppnir síðan ég byrjaði í menntaskóla. Þetta er svo langþráður draumur að vinna MORFÍs, það er súrrealískt að hann sé orðinn að veruleika.”

 

 Verzló liðið að bíða eftir tilkynningu um úrslitin

Verzló liðið að bíða eftir tilkynningu um úrslitin

 

 

Talandi um veruleika að þá var umræðuefni kvöldsins einmitt raunveruleikinn og mælti Verzló á móti. Ertu í alvörunni á móti raunveruleikanum?

,,Það fer eftir hvernig maður skilgreinir hann. Raunveruleikinn er undirstaða alls, án hans væri ekkert en hann er stórgallaður. Það er ekki allt fullkomið.”

 

 

 

 

 

Mest lesið

Aðrar fréttir 

Sólrún Sen