Fyrsta forvarnarmyndband Minningarsjóðs Einars Darra, ,,fljótari að panta poka af dópi heldur en pizzu"

Í dag birti Minningarsjóður Einars Darra fyrsta forvarnarmyndbandið sitt sem fjallar um misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja. Í myndbandinu má meðal annars sjá viðtöl við fyrrverandi fíkla (þar á meðal Kristján Erni Björgvinsson blaðamann á Babl), yfirlækni bráðalækninga á Landsspítalanum, yfirmann sjúkraflutninga Heilbrigðisstofnun Vesturlands og lögreglufulltrúa í Reykjavík.

Viðmælendur eiga það sameiginlegt að ítreka að misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja er aðkallandi vandi á Íslandi sem þarf að bregðast við strax ef ekki á illa að fara.

Hér að neðan er hægt að sjá myndbandið

Vinsælast

Aðrar fréttir

Sólrún Sen