Opið bréf til Barnaverndarstofu

Rétt fyrir hádegi í dag birtu Olnbogabörnin opið bréf til stjórnenda Barnaverndarstofu á facebook síðu samtakanna. Samtökin samanstanda af aðstandendum unglinga sem glíma við hegðunarvanda. Bréfið inniheldur kröfu á hendur Barnaverndarstofu að bæta úr úrræðum fyrir börn sem þurfa á fíknimeðferð að halda.

olnbogabörn.png

,,Svörin sem fengust sem voru eingöngu í gegnum fjölmiðla voru þau að fjármagn (þetta á aldrei að snúast um peninga) hefði fengist og að úrræði yrði opnað í september. SEPTEMBER!!!” segir í bréfinu.

Í bréfinu er lokun geðheilbrigðisddeildar landspítalans yfir sumarið harðlega gagnrýnt, en þar er pláss fyrir 16 sjúklinga í senn. ,,Líkurnar á því að þessum einstaklingum verði neitað um þjónustu (vegna plássleysis eða manneklu) eru yfirgnæfandi og það er LÍFSHÆTTULEGT!!! Við krefjumst úrbóta.”

Eins og við höfum fjallað um áður þá er misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja að færast í aukanna meðal ungmenna, en í bréfinu er það gagnrýnt að slík misnotkun falli ekki inn í tölfræði sem sínir minnkandi fíkniefnaneyslu ungmenna.

,,Neyslan fer vaxandi (og er að breytast mjög mikið ) og vandamálin stækka, lyfseðilsskyldu lyfin eru hættulegri og krakkarnir eru yngri komin í verri mál. Forvarnir eru nánast engar og ef einhverjar þá eru það einkaaðilar sem standa þar að. Er það í lagi?”

Bréfinu lýkur með þeirri staðhæfingu að þetta snúist um mannréttindi. Þetta snýst einmitt ekki bara um hagsmuni þeirra sem glíma við fíknisjúkdóm og aðstandendur þeirra, þó þeir finni væntanlega verstu pínuna. Hagsmunir allra eru í húfi þegar kemur að  því standa vörð um mannréttinda þessa hóps.

Hægt er að lesa bréfið í heild sinni hér:

Sólrún Freyja Sen skrifaði

Vinsælast

Aðrar fréttir

 

 

 

 

 

Sólrún Sen