Neonbleikir hátíðargestir á Írskum dögum, #egabaraeittlif

Írskir Dagar voru haldnir með pompi og prakt á Akranesi síðustu helgi. Á hátíðinni voru aðstandendur Einars Darra og aðrir sem standa að minningarsjóði hans að dreifa bleikum armböndum til að vekja athygli á málefnum sem minningarsjóðurinn stendur fyrir.

IMG_0389.JPG

Hópurinn var áberandi þökk sé neonbleikum peysum sem aðstandendur minningarsjóðsins klæddust. Peysurnar og armböndin eru í þessum lit vegna þess að þetta var uppáhalds litur Einars Darra.

Á armböndunum má lesa ,,ég á bara eitt líf”. Fyrir utan að vera tákn um samstöðu þá eru armböndin ætluð til að fá fólk, sér í lagi ungmenni til að hugsa sig tvisvar um áður en þau misnota lyf eða önnur fíkniefni.

Einar Darri dó vegna slíkrar misnotkunnar, og er einn af mörgum sem hafa dáið slíkum dauðdaga. Um 5000 armböndum var dreift á hátíðinni, en það er líka hægt að panta armböndin í gegnum facebook síðu Minningarsjóðs Einars Darra og það gjaldfrjálst.

Lögregluþjónar gættu öryggis hátíðargesta og báru armböndin að sjálfsögðu.

IMG_0363.JPG

Armböndin eru kærleiksgjöf frá Minningarsjóði Einars Darra. Stöndum saman og minnum okkur á að við eigum bara eitt líf.

Hér eru nokkrar myndir af hátíðargestum sem skörtuðu armböndunum, en fleiri myndir má finna á facebook síðu Babl.

Sólrún Freyja Sen skrifaði

Vinsælast

Aðrar fréttir

Sólrún Sen