Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi lýðræðislegasti skólinn

34529500_452940525158534_4766143285888548864_n.jpg

Í tilkynningu Égkýs verkefnisins kemur fram að Fjölbraut Vesturlands Akranesi hafi náð hlutfallslega hæstu kjörsókn af framhaldsskólum landsins í síðustu Skuggakosningunum, eða 74,92% kjörsókn. 

Guðjón Snær Magnússon, formaður nemendafélagsins þar segir að góð skipulagning nemenda og kennari hafi skilað þeim þessum árangri. Meðal annars var gengið á milli kennslustofa með gjallarhorn til að hvetja nemendur til að kjósa. 

Hér má lesa tilkynningu Égkýs í heild sinni. 

Sólrún Freyja Sen skrifaði

 

 

 

 

Mest lesið

Aðrar fréttir

Sólrún Sen