Ný ályktun Sameinuðu Þjóðanna um réttindi ungs fólks

764756.jpg

Nýverið bættu Sameinuðu Þjóðirnar við kafla um réttindi ungs fólks til að tryggja enn frekar að mannréttindi ungmenna séu virt. Meðal annars var bætt við að ríki væru skyldug til að virða og vernda mannréttindi ungmenna, virkja þáttöku ungmenna í SÞ, bjóða samtökum ungmenna að funda með Öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna og ályktað var að hvetja meðlimi SÞ til að tryggja ungu fólki atvinnu, menntun og getu til að hafa áhrif á stjórnmál.

Ályktunin virðir og viðurkennir hlutverk ungmenna í að koma í veg fyrir átök eða að leysa þau, ásamt því að stefna að útrýmingu kynbundins ofbeldis og kynferðisofbeldis. 

Hér er hægt að lesa ályktunina í heild sinni. 

Sólrún Freyja Sen skrifaði

 

Mest lesið

Aðrar fréttir

Sólrún Sen