Tónlistin tekin á annað þrep í ,,Trip to the stars"

,,Akureyrski tónlistarmaðurinn Stefán Elí var að senda frá sér tvö splunkuný og tilfinningarík lög sem saman bera heitið Trip to the Stars,” eins og segir í tilkynningu um útgáfuna. Haukur Pálsson masteraði og hljóðblandaði lögin.

Stefán Elí Hauksson

Stefán Elí Hauksson

Lögin hafa fengið mjög góðar viðtökur og segir Stefán að hann sé alltaf að bæta sig í söng og framleiðslu. ,,Það eru um það bil tvö ár síðan ég fór að semja tónlist. Haustið 2016 byrjaði ég að fikta við að pródúsa og semja lög.”

Tónlistin sem Stefán hefur samið er afar fjölbreytt. ,,Það er erfitt að setja tónlistina mína í einhvern einn flokk. Þó ég hafi mest verið að gefa út hip hop tónlist þá er ekkert hip hop í nýju lögunum mínum. Ég hef líka fiktað við að semja soul, popp og djass. Ég fer út um allt í tónlistinni.”

Stefán segir í tilkynningu sinni að Trip to the stars sé upphaf stærra verkefnis sem ber titilinn ,,Break My Heart so I Know” (líka nafn á uppáhalds playlista Stefáns fyrir áhugasama). Þá ætlar Stefán að gefa út eitt nýtt lag í hverjum mánuði út veturinn.

Cover mynd við lögin Trip to the stars

Cover mynd við lögin Trip to the stars

Hvernig urðu lögin Trip to the stars til?

,,Þegar ég byrjaði að semja fyrra lagið þá var ég að hugsa það þannig að það yrði spilað live” en Stefán hefur mikið verið að koma fram í sumar þar sem hann er að syngja og spila undir með gítar.

,,Upphaflega var lagið samið fyrir gítar og söng, en síðan fór ég að bæta fleiri og fleiri hljóðfærum við lagið í tölvunni. Þá þróaðist lagið út í það sem það er í dag. Fyrri hluti lagsins kom svo til þegar ég var að leika mér við að spila lagið á píanó. Svo hljómaði það bara fáránlega næs og ég varð einfaldlega að koma því inn í lagið sjálft.”

,,Mér líður eins og í þessu lagi eða lögum taki ég tónlistina á annað þrep en í því sem ég hef gefið út fram að þessu. Þetta er mjög tilraunakennt verk og ég var mikið að prófa mig áfram með nýjar pælingar en, þótt ég segi sjálfur frá, finnst mér það hafa heppnast mjög vel.”

Hér má hlusta á lögin Trip to the stars

Vinsælast

Fréttir

Sólrún Sen