Scotch on Ice, grínbrú á milli Skotlands og Íslands

Topp 5

Sólrún Freyja Sen skrifar:

“Scotch on Ice Comedy Festival” var haldin 8-10 febrúar á þremur stöðum í í Reykjavík, á Gauknum, í Gamla Bíói og í Hörpunni. Um var að ræða samkomu skoskra og íslenskra uppistandara á sviði og þar á meðal var Ari Eldjárn með uppistand, Bylgja Babýlons, Snjólaug Lúðvíksdóttir, Tom Stade og Jojo Sutherland. Tom og Jojo eru mjög stór nöfn í Bresku grínsenunni.

Samkvæmt Ingibjörgu Rósu, skipuleggjanda hátíðarinnar, var fullt hús á föstudaginn og laugardaginn og viðtökur voru mjög góðar. Hún segir marga af uppistöndurunum frá Skotlandi séu tilbúnir að koma aftur, og áætlað er að halda Scotch on Ice hátíðinna aftur að ári.

Hugmyndin að hátíðinni kviknaði þegar að Ingibjörg Rósa og Helgi Steinar Gunnlaugsson uppistandari bjuggu bæði í Edinborg. “Við sáum bara hvað það er líflegt og mikið uppistand í gangi í Skotlandi, þetta er mjög fast í hefðinni þeirra. Við sáum líka hvað það er á háu stigi fagmennsku,” segir Ingibjörg Rósa.

Þá hafi verið tilvalið að búa til brú á milli skoskra og íslenskra uppistandara, enda voru þá þegar einhverjir íslenskir uppistandarar sem voru farnir að semja efni á ensku.

Myndir: Trudy Stade

Um Skotland og Ísland segir Ingirbjörg Rósa að: “Menningin er að mörgu leyti svipuð, húmorinn er svipaður og það er svo auðvelt að hoppa þarna yfir til Edinborgar, og fyrir þau að hoppa yfir til okkar”. Einn tilgangurinn með hátíðinni var að kynna uppistandara frá Skotlandi fyrir Íslendingum, og að að gefa íslenskum uppistöndurum tækifæri til að komast í tæri við skosku uppistandarana.

Ingibjörg Rósa talar um að það hafi myndast tengsl á milli íslensku og skosku uppistandarana, og nú þegar eru nokkrir þeirra íslensku á leiðinni til Bretlands að spreyta sig þar. Skosku uppistandararnir sem komu hingað á hátíðina eru stór nöfn í Bretlandi, og ætla að hjálpa til við að ryðja veginn fyrir íslensku uppistöndurunum á Bretlandi. Vinasamband Skotlands og Íslands hefur greinilega eflst mikið með þessari hátíð. “Þetta er byrjunin á einhverju mjög fallegu sambandi, ”segir Ingibjörg Rósa að lokum.

Sólrún Sen