Sónar 2018, hvað á maður að sjá?

Kristján Ernir Hölluson skrifar:

Sónar Reykjavík 2018

Í tilefni þess að það styttist í Sónar þá ákváðum við hjá Babl að velja nokkra tónlistarmenn sem þú munt ekki vilja missa af á þessari stórfenglegu tónlistarhátið!

1. Danny Brown

Danny brown er abstrakt Hip Hop tónlistarmaður frá Detroit. Hann hefur gefið út fjórar plötur,  er með mjög auðþekkta og einstaka tónlist og út frá því er hann búinn að mynda sér dyggan  aðdáendahóp.

image5.png

Síðasta platan hans „Atrocity Exhibition“ sem kom út 2016 var mætt með himinháum dómum, hún er mjög persónuleg og dregur innblástur bæði úr „sækadelísku“  rokki og klassísku hp hopi þar sem má kannski helst benda á B Real úr Cypress Hill. Það fer ekki á milli mála að hann á sér fastar rætur í rappinu með litríkum frásögnum, ítarlegum lýsingum og rími sem lítur inn á við, en aftur á móti er hann fjölhæfur og ef rýnt er djúpt má finna fyrir innblæstri frá bæði Talking Heads og Joy Division.

Svipað Tónlistarfólk: Schoolboy Q, Earl Sweatshirt og Run the Jewels

2. Bad Gyal

image2.jpg

Bad Gyal er spænsk Dancehall tónlistarkona sem hefur verið að rísa í vinsældum síðan að hún gaf út ábreiðu af laginu „Work“ eftir Rihanna,  eftir fyrstu plötuna sína „Slow Wine“ festi hún rætur sínar í nútíma Dancehall tónlist þrátt fyrir að vera ekki orðinn tvítug á þeim tíma. Lögin „Fiebre“ og  „Mercadona“ slógu mikið í gegn og þá sérstaklega í Evrópu.

Hún hefur verið mjög umsvifamikil innan Dancehall senunar og tónilstarmenn á borð við Murlo, Dincamarca og Soulection hafa allir verið að gefa henni mikinn stuðning  og hún hefur meira að segja verið kölluð „Spænska Dancehall drottningin“.

Svipað tónlistarfólk: Popcaan, Rihanna og Major Lazer

 

 

 

3. Underworld

image3.jpg

Underworld er Breskt teknó tvíeyki sem að hafa gefið út frá sér 9 stúdíó plötur og byrjuðu að gera tónlist árið 1980. Þeir hafa gefið ýmsum tónlistarmönnum innblástur og eru þekktir fyrir rosalegar ljósasýningar á sviði og einstaklega gott 90‘s teknó.

Bandið var búið að vera á kortinu í underground teknó senunni í dágóðan tíma þegar að árið 1996 var tímalausa lagið þeirra „Born Slippy (Nuxx)“ kom þeim á kortið eftir að hafa komið fram í myndinni Trainspotting.  Eftir þetta hafa þeir verið þekkt nafn í bresku teknó senunni og hafa haft áhrif á tilkomandi kynslóðir.

Svipað Tónlistarfólk: Daft Punk, Moby og Leftfield

4. Nadia Rose

image4.jpg

Nadia Rose er bresk  Grime tónlistarkona sem er tiltöllulega ný af nálinni í bresku Hip Hop senunni . Hún er með skarpt skopskyn, beitta texta og kemur sífellt á óvart.

Fyrsta platan hennar „Highly Flammable“ sem kom út snemma 2017 er rosaleg Grime plata með mikið af þungum House töktum, helst má nefna lögin „Skwod“ og „Tight up“. Það sýnir sig og sést á þessari plötu að hún er hæfur rappari og tónlistarkona.

Svipaðir artistar: Azelia Banks, JME og Princess Nokia

5. TOKiMONSTA

image1.jpg

Tokimonsta (oftast stílfært sem TOKiMONSTA) er bandarískur plötuframleiðandi sem gerir Hip Hop/Electronica takta. Hún er frá Kaliforníu og hefur verið að gera tónlist í um það bil 7 ár, hún hefur verið að vinna meðal annars með Thirsty Fish, Kool Keith, MNDR, og Anderson Paak.

Nýjasta platan hennar "Lune Rouge" vakti mikla athygli þar sem að hún var ennþá í bata eftir Moya-Moya heilkenni sem oll því að hún skildi ekki sitt eigið tungumál og hvað þá tónlist. Þetta er einstök og mjög persónuleg plata litrík af tilfinningum og silkismooth töktum.

Svipaðir artistar: Flying Lotus, Shlomo, Machinedrum

 

Sólrún Sen