Sögur af Secret Solstice

Topp 5

Kristinn Ingvarsson skrifar:

Flest ungt fólk kannast við það að heyra af og til safaríkar sögur af djamminu. Ósjaldan gerast góðar djammsögur á tónlistarhátíðum en þá á fólk oft til að sleppa af sér beislinu. Ég spurði nokkur ungmenni hvort þau ættu einhverjar léttar og laggóðar sögur af hátíðinni Secret Solstice. Hér eru sex slíkar. Ég tek fram að eftirfarandi sögur eru ekki dæmi um dæmigerða hegðun hátíðargesta heldur myndi þessi hegðun teljast til frávika.
 

  1. Ég og félagi minn vorum mættir extra snemma fyrsta daginn á solstice og það var nánast enginn á svæðinu, svo við settumst bara á bekk. Stuttu seinna löbbuðu upp að okkur tveir breskir gæjar og spurðu okkur hvort við gætum reddað þeim ketamíni, kókaíni, e-pillum og framvegis. Við neituðum fyrst en svo fóru þeir að spjalla á fullu og sögðust vera plötusnúðar svo við enduðum á að hjálpa þeim að redda einhverju dópi. Síðan fórum við á hótelherbergi til þeirra og þeir helltu í okkur áfengi og kókaíni. Svo fórum við aftur á tónleikasvæðið og ég man ekki mikið meira.

  2. Á Die Antwoord var ég mjög framarlega og Ninja ætlaði að ,,crowd-surfa’’ og stökk beint á andlitið á mér. Eftir þetta var ég mjög vankaður og í lok tónleikanna datt ég niður og var borinn út.

  3. Vinur minn tók sýru, ætlaði svo að reyna við einhverja gellu en gekk rosalega illa í því vegna þess að hann hafði svo miklar áhyggjur af því að einhver sófi væri tyrkneskur.

  4. GP og Bam Margera fóru að slást.

  5. Ég rakst á vin minn sauðdrukkinn, hálfgrátandi og brjálaðann yfir því að það væri búið að henda honum út af svæðinu 7 sinnum algjörlega af ástæðulausu. Hann kvartaði yfir því hvað gæslan var ömurleg að vera með eitthvað vesen bara vegna þess að hann drullaði yfir öryggisvörðinn og henti kókdós í hausinn á henni. Við röltum áfram og nokkrum mínútum seinna var hann byrjaður að blóta lögregluþjónum sem gengu um svæðið og réðst svo snaróður á eitthvað grindverk. Sumir ættu að fara meira varlega með áfengi.

  6. Ég fór með eldri gellu í bílinn minn sem ég hafði lagt í Laugardalnum. Í beinu framhaldi missti ég svo sveindóminn með henni í aftursætinu. Þegar við vorum búin að vera að í smástund tók ég eftir að það er hópur af fólki í kringum bílinn að hlægja og taka upp vídeó. Ég ætlaði að fara frammí, dett svo úr bílnum með buxurnar á hælunum, fer inn frammí og keyri í burtu, ennþá með buxurnar á hælunum.

Sólrún Sen