Tillögu um fjárveitingu til SÁÁ hafnað ,,umræða um fíknisjúkdóma snýst um að benda á aðra”


Tillögu Egils Þórs Jónssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að auka fjárveitingar til SÁÁ um 140 milljónir króna vegna skorts á stuðningi og úrræðum við ákveðna hópa með fíknivanda var vísað frá á fundi borgarstjórnar 20. nóvember síðastliðinn. 

Egill Þór Jónsson.jpg

Egill segir það sorglegt að ekki sé vilji hjá meirihlutanum í Reykjavík að auka við félagslegan stuðning við einstaklinga og fjölskyldur sem eru að glíma við fíknivanda. 

 „Það gríðarleg vonbrigði að tillögunni hafi verið vísað frá enda ávinningurinn sem felst í samstarfi við SÁÁ augljós. Margar fjölskyldur og einstaklingar eru í mjög erfiðri stöðu og upplifa oft skilnings- og úrræðaleysi þegar kemur að áfengis og vímuefnavanda. Þess vegna lagði ég meðal annars til að stórefla forvarnir og markvissan stuðning við aðstandendur,“ segir hann.

Egill segir enn fremur enga markvissa stefnu til hjá Reykjavíkurborg að koma fólki aftur út í lífið ef það misstígur sig: „hættan er sú að fólk festist í viðjum félagslega kerfisins um ókomna tíð.“

,,Það er mikilvægt er að halda áfram að veita þessum hópi félagslegan stuðning í vikur og mánuði eftir meðferð, því hættan á því að einstaklingur ,,falli" eftir meðferð eru nokkuð háar.

Egill segir ávinninginn ekki eingöngu samfélagslegan heldur einnig fjárhagslegan.

„Gríðarlegur samfélagslegur ávinningur er að fólk haldi virkni í samfélaginu en sá ávinningur er oft á tíðum vanmetin. Meðal þess sem kemur fram í meistararitgerð Ara Matthíassonar frá árinu 2010 um þjóðhagslega byrgði áfengis- og vímuefnanotkunar er að þjóðhagslegur kostnaður vegna þessa vanda sé 46-49 milljarðar króna á verðlagi ársins 2008,“ segir Egill og bætir við: „Ef þær fjárhæðir eru færðar yfir á verðlag dagsins í dag eru þetta í kringum 75 – 80 milljarðar. Þannig ætti fjárhagslegur ávinningur að vera hverjum manni augljós.“

Í viðtali við Baldvin Z á Babl kemur einnig fram að í Noregi séu kostnaðarsöm úrræði fyrir fólk með fíknisjúkdóm. Þá skila fyrrum notendur fíkniefna þvagprufum í nokkur ár eftir að hafa lokið meðferð, og í staðin veitir ríkið þeim húsnæði og vinnu. Þessi aðstoð skilar sér í skattframlagi þessari einstaklinga í áratugi eftir að þessu ferli líkur.

Þessu fyrirkomulagi var komið á í Noregi vegna gríðarlegri aukningu á ólöglegri vímuefnanotkun, og ljóst var að það þurfti að beita róttækum aðgerðum til að sporna við þeim vanda. Egill segir að tillagan hafi einmitt verið lögð fram vegna breyttrar samfélagsmyndar þegar kemur að vímuefnanotkun.

,,Neyslan er að breytast, efnin eru að verða harðari og færast neður í aldursstigan. Afleiðingarnar eru mjög alvarlegar.” Fyrir utan það þurfi að jafna hlut kynjanna þegar kemur að stuðningsúrræðum fyrir konur með langvarandi fíknisjúkdóm. ,,Í dag rekur SÁÁ í samvinnu við Reykjavíkurborg og félagsmálaráðuneytið sambærilegt úrræði fyrir karlmenn með langvarandi fíknisjúkdóm.”

Í tillögu Egils er líka kveðið á um að tryggja aukinn félagslegan stuðning við viðkvæma hópa samfélagsins sem hafa glímt við fíknisjúkdóm. Þörf sé á auknum forvörnum, snemmtækum íhlutunum og þjónustu við fjölskyldur og ungt fólk í áhættuhópi til að þróa með sér fíknisjúkdóm.

,,Reynt hefur verið að snúa út úr í umræðunni og tala um að ríkið eigi að fjármagna heilbrigðisþjónustu, það er satt. Við teljum hins vegar að Reykjavíkurborg geti stór aukið samstarf sitt við SÁÁ á öðrum sviðum” eins og Egill nefndi fyrir ofan. Egill segir jafnframt að Reykjavíkurborg gæti sinnt þessu án þess að taka þátt í kostnaði við heilbrigðisþjónustuna, en ríkið verði að auka fjárframlög þar.

,,Öll umræða um fíknisjúkdóma á Íslandi hefur snúist um að benda á aðra. Það er orðið vel þreytt. Árangurinn í baráttunni við fíknisjúkdóma næst með sameiginlegu átaki allra, á öllum sviðum.”

Ríkið og sveitarfélögin þurfi að vinna saman. Á meðan ríkið sjái um heilbrigðisþjónustuna geti sveitarfélögin orðið baráttunni að liði í gegnum skólaþjónustu og félagsþjónustu.

Sólrún Freyja Sen skrifaði

Hægt er að nálgast tillögu Egils í heild sinni


Vinsælast

Sólrún Sen