Söngkeppnin verður haldin á Akranesi

Sólrún Freyja Sen skrifar:

Söngkeppni framhaldsskólanna verður haldin þann 28. apríl næstkomandi á Akranesi. Áður hafði verið stefnt að því að halda keppnina á Akureyri en vegna fjárskorts þurfti að hætta við það, eins og kemur fram í tilkynningu SÍF. (Linkur)

,,Fólk mætir á söngvakeppnina og síðan verður stuð eftir á. Það verður, skilst mér, ball í Gamla Kaupfélaginu en það er ekki skipulagt af SÍF. Það verður eitthvað.”

20180330_190911.jpg

Eins og er ætla 24 af 30 skólum að taka þátt í keppninni og verður hún sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Við erum búin að fá fullt af frábærum aðilum með okkur í að pródúsera, og svo hljómsveitarstjóra, Hljómsveit Íslenska Lýðveldisins og fleiri. Þetta er allt að gerast og búið að vinnast mjög vel og hratt miðað við tímaþröng” en það skal tekið fram að ekki var tilkynnt um að keppnin yrði haldin fyrr en 15.apríl.

Maður getur rétt ímyndað sér að síðastliðinn mánuður hefur verið rússíbani fyrir keppendur.

,,Það er væntanlega mikil katastrófía fyrir þá að þurfa að standa í þessu.

Mikil vonbrigði þegar keppninni er aflýst og síðan tók langan tíma að finna nýja framkvæmdaraðila til að halda keppnina. Sá heitir Ísólfur Haraldsson og á fyrirtæki sem heitir ,,Vinir Hallarinnar”. Hann er með mjög gott tengslanet og er búinn að tala við fullt af fólki í bransanum sem ætlar að taka þátt í verkefninu.”

Davíð segir alla sem beðnir voru um að taka þátt í að halda keppnina mjög jákvæða yfir þessu. ,,Það vija allir láta þetta gerast. Þetta er svo mikilvægur viðburður.

Keppnin verður keyrð á hröðu tempói, hvert atriði skorðast við tvær og hálfa mínútu. Við viljum að þetta gangi smurt fyrir sig. Þá verður keppnin skemmtilegri fyrir vikið.”

Áður hafa komið upp hugmyndir um að leyfa keppendum einungis að flytja lög á íslensku. Davíð segir að það séu engar reglur í ár um hvaða tungumál keppendur syngja á.

,,Á sínum tíma var mikil umræða um það. Ég hef alltaf verið á því að það eigi að syngja á íslensku og nota okkar fallega tungumál, en við búum í fjölmenningarsamfélagi og þess vegna getum við ekki boðið nemendum í framhaldsskóla með annað móðurmál en íslensku upp á að syngja á íslensku ef þeir kunna ekki tungumálið.

Fólki er frjálst að syngja á hvaða tungumáli sem er en við höfum hvatt þá sem geta að syngja á íslensku.”

 

 

Mest lesið

Aðrar fréttir

Sólrún Sen