Ný löggjöf Donald Trumps rífur í sundur fjölskyldur

Um 2000 börn hafa verið aðskilin frá fjölskyldum sínum við landamæri Bandaríkjanna vegna nýrrar löggjafar Trump stjórninnar. Í umfjöllun Guardian kemur fram að mæður hafa verið aðskildar hvítvoðungum sínum, ein móðirin hafi verið handtekinn eftir að streitast á móti þegar barnið hennar sem hún var með á brjósti var slitið frá henni.

Maður frá Guatemala var fenginn til að játa að hafa reynt að komast inn í Bandaríkin ólöglega því þá fengi maðurinn að hitta 11 ára son sinn aftur eins og segir í Washington Post. Maður frá Hondúras framdi sjálfsmorð eftir að hafa verið aðskilinn eiginkonu sinni og þriggja ári syni sínum.

Ný löggjöf Trumps er partur af aðgerðum ríkisstjórn hans gegn ólöglegum innflytjendum í Bandaríkjunum, en er fordæmd bæði af Repúblikönum og Demókrötum eins og segir í Guardian.

Bernie Sanders fordæmir þessar aðgerðir Trumps á Twitter:

Þann 21. júní verða mótmæli gegn þessari löggjöf á Austurvölli, í nafni mannúðar og mennsku. Fyrir frekari upplýsingar er hægt að skoða facebook viðburðinn hér.

Sólrún Freyja Sen skrifaði

Topp 5

Aðrar fréttir

Sólrún Sen